Vaknaðu menningarþjóð! Ása Baldursdóttir skrifar 29. janúar 2025 08:33 Ásgeir H. Ingólfsson, menningarblaðamaður og skáld, er horfinn úr þessum heimi. Hann var einn maður, en jafnframt heill her – vopnaður orðum og innsæi – í baráttu fyrir menningarumfjöllun á Íslandi, þar sem lítið rými er fyrir slíka hugsjón. Hann lét ekki smæð landsins binda sig, heldur leitaði víðar fanga, ferðaðist um heiminn, sótti sér menntun og ný sjónarhorn. Hugur hans dvaldi við sögur fólks, fortíð þeirra og nútíð og hann miðlaði þeim af fágun, hispursleysi og léttleika. Hann skrifaði með hjartslætti mennskunnar, þar sem ástríða hans fyrir menningu og listum var ávallt miðpunktur. Ásgeir helgaði sig íslenskum listamönnum, verkum þeirra og draumum – hvort sem þau birtust í bókum, kvikmyndum eða myndlist – og varð málsvari þeirra með skýru og næmu skáldlegu auga. Í menningarborginni Prag byggði hann heimili sitt og rak fjölmiðilinn Menningarsmyglið, þar sem greinar hans urðu brýr milli landa, fólks og hugmynda. Í krafti fjöldans fékk hann vini, fjölskyldu og listamenn til að kaupa sér áskrift. Í glettnu augnaráði Ásgeirs bjó heill heimur. Með næmni sinni og fagmennsku skóp hann djúp og áhrifarík skrif. Hvort sem það var á kvikmyndahátíðum á borð við Skjaldborg, Karlovy Vary, Berlinale eða Cannes, mætti hann alltaf til leiks – sjálfur sinn eigin umboðsmaður í hörðu, en heiðarlegu starfi. Nú hafa vinir Ásgeirs séð ævistarfið í því ljósi að það sé brýnt að stofna minningarsjóð í hans nafni. Menntastofnanir landsins; Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst – takið þátt í að stofna sjóðinn með okkur, menningarýnissjóð í nafni Ásgeirs H. Ingólfssonar. Þetta er ákall til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra: leyfum menningarrýni að blómstra í minningu hans. Fjölmiðlanefnd og allar listamiðstöðvar Íslands við erum hér! Vaknaðu, menningarþjóð, og heiðraðu þann sem bjó til rúm fyrir þig í menningu heimsins. Höfundur er dagskrárstjóri Bíó Paradís, MA menningarmiðlun, MA blaða-og fréttamennsku, BA list-og sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Fjölmiðlar Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Ásgeir H. Ingólfsson, menningarblaðamaður og skáld, er horfinn úr þessum heimi. Hann var einn maður, en jafnframt heill her – vopnaður orðum og innsæi – í baráttu fyrir menningarumfjöllun á Íslandi, þar sem lítið rými er fyrir slíka hugsjón. Hann lét ekki smæð landsins binda sig, heldur leitaði víðar fanga, ferðaðist um heiminn, sótti sér menntun og ný sjónarhorn. Hugur hans dvaldi við sögur fólks, fortíð þeirra og nútíð og hann miðlaði þeim af fágun, hispursleysi og léttleika. Hann skrifaði með hjartslætti mennskunnar, þar sem ástríða hans fyrir menningu og listum var ávallt miðpunktur. Ásgeir helgaði sig íslenskum listamönnum, verkum þeirra og draumum – hvort sem þau birtust í bókum, kvikmyndum eða myndlist – og varð málsvari þeirra með skýru og næmu skáldlegu auga. Í menningarborginni Prag byggði hann heimili sitt og rak fjölmiðilinn Menningarsmyglið, þar sem greinar hans urðu brýr milli landa, fólks og hugmynda. Í krafti fjöldans fékk hann vini, fjölskyldu og listamenn til að kaupa sér áskrift. Í glettnu augnaráði Ásgeirs bjó heill heimur. Með næmni sinni og fagmennsku skóp hann djúp og áhrifarík skrif. Hvort sem það var á kvikmyndahátíðum á borð við Skjaldborg, Karlovy Vary, Berlinale eða Cannes, mætti hann alltaf til leiks – sjálfur sinn eigin umboðsmaður í hörðu, en heiðarlegu starfi. Nú hafa vinir Ásgeirs séð ævistarfið í því ljósi að það sé brýnt að stofna minningarsjóð í hans nafni. Menntastofnanir landsins; Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst – takið þátt í að stofna sjóðinn með okkur, menningarýnissjóð í nafni Ásgeirs H. Ingólfssonar. Þetta er ákall til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra: leyfum menningarrýni að blómstra í minningu hans. Fjölmiðlanefnd og allar listamiðstöðvar Íslands við erum hér! Vaknaðu, menningarþjóð, og heiðraðu þann sem bjó til rúm fyrir þig í menningu heimsins. Höfundur er dagskrárstjóri Bíó Paradís, MA menningarmiðlun, MA blaða-og fréttamennsku, BA list-og sagnfræði.
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun