Fótbolti

Misstu fjögurra marka forystu í janftefli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Flavio skoraði tvö fyrir Angóla en það dugði ekki til.
Flavio skoraði tvö fyrir Angóla en það dugði ekki til. Mynd/AP

Átta mörk voru skoruð í opnunarleik Afríkukeppninnar í knattspyrnu í kvöld er gestgjafarnir í Angóla máttu sætta sig við 4-4 jafntefli eftir að hafa verið 4-0 yfir þegar ellefu mínútur voru til leiksloka.

Flavio kom Angóla yfir með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og liðið bætti svo við tveimur mörkum úr vítaspyrnu í þeim síðari. Fyrst skoraði Gilberto á 67. mínútu og svo Manucho sjö mínútum síðar.

Seydou Keita náði að klóra í bakkann fyrir Malí á 79. mínútu en fæstir áttu þó von á það sem var í vændum.

Á 88. mínútu skoraði Fredi Kanoute glæsilegt skallamark og leikmenn Malí neituðu að gefast upp. Keita skoraði annað mark sitt á þriðju mínútu uppbótartímans og það var svo Mustapah Yatabare sem skoraði jöfnunarmarkið mikilvæga.

Keppninni verður haldið áfram á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×