Viðskipti innlent

Hæstiréttur staðfestir risasekt Haga

Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Hæstiréttur hefur úrskurðað að 315 milljón króna stjórnvaldssekt á hendur Haga hafi verið hæfileg viðurlög. Þetta er hæsta sekt sem lögð hefur verið á hér landi vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu.

Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í desember 2008 að Hagar, sem reka m.a. verslunarkeðjuna Bónus, hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem beindust gegn keppinautum félagsins á matvörumarkaði á árunum 2005 og 2006.

„Taldi Samkeppniseftirlitið að brotið hafi verið til þess fallið að valda atvinnulífinu og almenningi miklu samkeppnislegu tjóni. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála komst að sömu niðustöðu þann 4. mars 2009 og þann 19. febrúar sl. staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð áfrýjunarnefndar. Með dómi sínum í dag hefur Hæstiréttur Íslands staðfest brot Haga og að fyrirtækið skuli þola viðurlög vegna þess,“ segir í frétt um málið á vef Samkeppniseftirlitsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×