Fótbolti

Faðir Nicklas Bendtner: Þetta lítur ekki vel út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicklas Bendtner.
Nicklas Bendtner. Mynd/GettyImages
Það lítur allt út fyrir að Nicklas Bendtner muni missa af fyrsta leik Dana á HM sem verður á móti Hollendingum á mánudaginn. Bendtner hefur verið í kapphlaupi við tímann að ná sér af meiðslum sem hrjáðu hann í lok tímabilsins með Arsenal.

Thomas Bendtner, faðir hans, tjáði sig um stöðu mála í BT og segir að sonur sinn sé ekki bjartsýnn.

„Nicklas hringdi í mig og var leiður yfir því að hafa lent í bakslagi í baráttunni við meiðslin. Það var mjög svekkjandi fyrir hann að lenda í slíku á þessum tíma þegar hann er að reyna að ná HM. Hann gefst samt aldrei upp þegar hann hefur sett sér takmark en þetta lítur ekki vel út," sagði Thomas Bendtner.

Það lítur því út fyrir að Jon Dahl Tomasson verði einn í framlínu danska landsliðsins á móti Hollandi en fyrir leikinn er búist við því að þjálfarinn Morten Olsen mæti með varnarsinnað lið til leiks á móti hinu sókndjarfa hollenska liði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×