Innlent

Bjarni vill að boðað verði til kosninga

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins vill boða til kosninga sem fyrst. Þetta kom fram á opnum fundi sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt í Valhöll í morgun. Áður hafði varaformaður flokksins, Ólöf Nordal, sagst vera þeirrar skoðunnar að boða ætti til kosninga. Á fundinum bætti hún um betur og sagði það verkefni Sjálfstæðisflokksins að koma „þessari ríkisstjórn frá sem fyrst."

Bjarni tók til máls á eftir Ólöfu og tók undir orð hennar um kosningar. Hann talaði einnig um að flokkurinn væri í mikilli sókn um þessar mundir. Að sögn Bjarna hefur hann aldrei fundið fyrir eins miklum stuðningi frá almennum flokksmönnum frá því hann tók við sem formaður í ársbyrjun 2009, og nú um stundir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×