FIH seldur fyrir 103 milljarða króna 19. september 2010 18:15 FIH bankinn verður seldur fyrir fimm milljarða danskra króna samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Það gera 103 milljarðar íslenskra króna. Berlingske Tidende greindi frá því fyrr í vikunni að til stæði að selja bankann. Í gær náðist samkomulag við hóp fjárfesta sem samanstendur af danska lífeyrissjóðunum ATP og PFA, sænska tryggingafyrirtækinu Folksam og fyrirtækinu CPDyvig og mun fjárfestahópurinn kaupa 99,89% hlut í FIH. Seðlabankinn á 99,98 prósent hlut í bankanum en hlutinn fékk hann til tryggingar þrautavaraláni sem Kaupþing fékk hjá Seðlabanka Íslands í október 2008 að fjárhæð 500 milljónir evra. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að 1,9 milljarðar danskra króna verði staðgreiddar. Þá verður fjárhæðar sem nemur allt að 3,1 milljarði danskra króna (sem nemur um 64 milljörðum króna eða um 415 milljónum evra) leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningnum þann 30. júní 2010 þar til 31. desember 2014 auk þess sem mögulegur hagnaður FIH af Axcel III sjóðnum kemur til hækkunar. Ennfremur verður til greiðslu fjárhæð sem tengd verður afkomu fjárfestahópsins af þessari fjárfestingu til 31. desember 2015. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þessi niðurstaða sé ágæt miðað við aðstæður. Seðlabankinn muni strax fá talsverða fjárhæð í erlendum gjaldeyri þegar frágangi viðskiptanna sé lokið auk möguleika á að endurheimta veð sitt að fullu þegar fram líða stundir. Viðskipti þessi eru háð samþykki viðeigandi eftirlitsstofnana. J.P. Morgan sá um fjármálaráðgjöf fyrir Seðlabankann í þessum viðskiptum og lögfræðifyrirtækin Kromann Reumert og LEX sáu um lögfræðilega ráðgjöf fyrir bankann. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Lífeyrissjóðsrisar hafa keypt FIH bankann Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA, ásamt sænska lífeyrissjóðs/tryggingarfélagsrisanum Folksam hafa gengið frá kaupunum á danska bankanum FIH sem var í eigu skilanefndar Kaupþings. 16. september 2010 19:51 Seðlabankinn og Kaupþing deila um söluna á FIH Samkvæmt frétt á vefsíðunni business.dk er komin upp deila milli Seðlabanka Íslands og skilanefndar Kaupþings um hvoru af tveimur kauptilboðum í FIH bankinn eigi að taka. Töluverður munur er á tilboðunum. 17. september 2010 10:40 FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. 18. september 2010 07:54 Fréttaskýring: Lagaóvissa og pólitík í sölunni á FIH Það er bankaumsýsla Dana, eða Finansiel Stabilitet, sem stendur að baki sölunni á FIH bankanum. Nú er stofnunin sjálf í sviðsljósi danskra fjölmiðla þar sem áhöld eru um lagalegan grunn undir starfseminni. Einnig hefur komið fram að pólitík spilar hlutverk í sölunni. 18. september 2010 17:43 Dönsk stjórnvöld ráða því hver kaupir FIH bankann Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir. 15. september 2010 08:11 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
FIH bankinn verður seldur fyrir fimm milljarða danskra króna samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Það gera 103 milljarðar íslenskra króna. Berlingske Tidende greindi frá því fyrr í vikunni að til stæði að selja bankann. Í gær náðist samkomulag við hóp fjárfesta sem samanstendur af danska lífeyrissjóðunum ATP og PFA, sænska tryggingafyrirtækinu Folksam og fyrirtækinu CPDyvig og mun fjárfestahópurinn kaupa 99,89% hlut í FIH. Seðlabankinn á 99,98 prósent hlut í bankanum en hlutinn fékk hann til tryggingar þrautavaraláni sem Kaupþing fékk hjá Seðlabanka Íslands í október 2008 að fjárhæð 500 milljónir evra. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að 1,9 milljarðar danskra króna verði staðgreiddar. Þá verður fjárhæðar sem nemur allt að 3,1 milljarði danskra króna (sem nemur um 64 milljörðum króna eða um 415 milljónum evra) leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningnum þann 30. júní 2010 þar til 31. desember 2014 auk þess sem mögulegur hagnaður FIH af Axcel III sjóðnum kemur til hækkunar. Ennfremur verður til greiðslu fjárhæð sem tengd verður afkomu fjárfestahópsins af þessari fjárfestingu til 31. desember 2015. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þessi niðurstaða sé ágæt miðað við aðstæður. Seðlabankinn muni strax fá talsverða fjárhæð í erlendum gjaldeyri þegar frágangi viðskiptanna sé lokið auk möguleika á að endurheimta veð sitt að fullu þegar fram líða stundir. Viðskipti þessi eru háð samþykki viðeigandi eftirlitsstofnana. J.P. Morgan sá um fjármálaráðgjöf fyrir Seðlabankann í þessum viðskiptum og lögfræðifyrirtækin Kromann Reumert og LEX sáu um lögfræðilega ráðgjöf fyrir bankann.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Lífeyrissjóðsrisar hafa keypt FIH bankann Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA, ásamt sænska lífeyrissjóðs/tryggingarfélagsrisanum Folksam hafa gengið frá kaupunum á danska bankanum FIH sem var í eigu skilanefndar Kaupþings. 16. september 2010 19:51 Seðlabankinn og Kaupþing deila um söluna á FIH Samkvæmt frétt á vefsíðunni business.dk er komin upp deila milli Seðlabanka Íslands og skilanefndar Kaupþings um hvoru af tveimur kauptilboðum í FIH bankinn eigi að taka. Töluverður munur er á tilboðunum. 17. september 2010 10:40 FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. 18. september 2010 07:54 Fréttaskýring: Lagaóvissa og pólitík í sölunni á FIH Það er bankaumsýsla Dana, eða Finansiel Stabilitet, sem stendur að baki sölunni á FIH bankanum. Nú er stofnunin sjálf í sviðsljósi danskra fjölmiðla þar sem áhöld eru um lagalegan grunn undir starfseminni. Einnig hefur komið fram að pólitík spilar hlutverk í sölunni. 18. september 2010 17:43 Dönsk stjórnvöld ráða því hver kaupir FIH bankann Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir. 15. september 2010 08:11 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Lífeyrissjóðsrisar hafa keypt FIH bankann Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA, ásamt sænska lífeyrissjóðs/tryggingarfélagsrisanum Folksam hafa gengið frá kaupunum á danska bankanum FIH sem var í eigu skilanefndar Kaupþings. 16. september 2010 19:51
Seðlabankinn og Kaupþing deila um söluna á FIH Samkvæmt frétt á vefsíðunni business.dk er komin upp deila milli Seðlabanka Íslands og skilanefndar Kaupþings um hvoru af tveimur kauptilboðum í FIH bankinn eigi að taka. Töluverður munur er á tilboðunum. 17. september 2010 10:40
FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. 18. september 2010 07:54
Fréttaskýring: Lagaóvissa og pólitík í sölunni á FIH Það er bankaumsýsla Dana, eða Finansiel Stabilitet, sem stendur að baki sölunni á FIH bankanum. Nú er stofnunin sjálf í sviðsljósi danskra fjölmiðla þar sem áhöld eru um lagalegan grunn undir starfseminni. Einnig hefur komið fram að pólitík spilar hlutverk í sölunni. 18. september 2010 17:43
Dönsk stjórnvöld ráða því hver kaupir FIH bankann Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir. 15. september 2010 08:11