Fótbolti

Leysigeisla beint að leikmönnum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Argentínumenn fagna sigurmarki sínu í gær.
Argentínumenn fagna sigurmarki sínu í gær.

FIFA hefur fyrirskipað rannsókn á öryggisgæslu á Ellis Park í Jóhannesarborg þar sem leysigeisla var beint á leikmenn í leik Argentínu og Nígeríu í gær.

Skoða á hvernig tókst að smygla leysigeislanum inn á völlinn. Hann var tekinn úr umferð fljótlega eftir að hann var notaður.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leysigeisli er notaður í stórleik en frægt er þegar leysigeisla var beint að Cristiano Ronaldo í viðureign Manchester United og Lyon í Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×