Innlent

Veðurstofan sagði að rólegra væri undir Eyjafjallajökli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fimmvörðuháls. Mynd/ Anton.
Fimmvörðuháls. Mynd/ Anton.
Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis fékk þær upplýsingar frá Veðurstofunni laust fyrir klukkan fimm á gosdaginn, þann 20. mars, að heldur rólegra væri undir Eyjafjallajökli en hefði þá verið undanfarna daga. Ekkert benti til þess að gos væri framundan, en unnið væri eftir áætlunum um óvissustig á svæðinu vegna mögulegs eldgoss.

Hins vegar var greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar og á Vísi í dag að Veðurstofan hafi tilkynnt Almannavörnum hálfum sólarhring fyrir upphaf eldgossins á Fimmvörðuhálsi um verulega grynnri skjálftavirkni í Eyjafjallajökli, sem benti til að kvikan væri á uppleið. Ekki hafi verið talin ástæða til sérstakra viðbragða enda hafi þá þegar verið búið að lýsa yfir óvissustigi. Eldgosið hófst laust fyrir miðnætti laugardagskvöldið 20. mars og það vakti athygli að hvorki Veðurstofan né Almannavarnir virtust hafa hugmynd um hvað væri að gerast fyrr en íbúi í Múlakoti í Fljótshlíð tilkynnti um eldbjarma yfir Eyjafjallajökli. Þá er talið að gosið hafi verið búið að standa yfir í um hálftíma.

Veðurstofan virðist þó hafa haft enhverjar meiri vísbendingar um aðdraganda gossins því að í greinagerð, sem hefur verið birt á heimasíðu Veðurstofunnar, er upplýst að þá um morguninn, um hálfum sólarhring fyrir upphafi gossins, hafi Veðurstofan tilkynnt Almannavörnum um verulega grynnri skjáfltavirkni. Víðir Reynisson, hjá Ríkislögreglustjóra, sagði í hádegisfréttum að ekki hafi verið talin ástæða til að bregðast við.




Tengdar fréttir

Veðurstofan varaði Almannavarnir við hálfum degi fyrir upphaf goss

Veðurstofan tilkynnti Almannavörnum hálfum sólarhring fyrir upphaf eldgossins á Fimmvörðuhálsi um verulega grynnri skjálftavirkni í Eyjafjallajökli, sem benti til að kvikan væri á uppleið. Ekki var talin ástæða til sérstakra viðbragða enda var þá þegar búið að lýsa yfir óvissustigi.

Rólegra undir Eyjafjallajökli í dag

Rólegra hefur verið undir Eyjafjallajökli í dag en undanfarna daga. Skjálftarnir mældust allt upp í 1400 á sólarhring fyrr í vikunni á mælum hjá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×