Innlent

Sigurbjörn sópar að sér verðlaunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurbjörn hefur verið sigursæll í ár. Mynd/ Landssamband hestamannafélaga.
Sigurbjörn hefur verið sigursæll í ár. Mynd/ Landssamband hestamannafélaga.
Sigurbjörn Bárðarson var útnefndur íþróttaknapi ársins, skeiðknapi ársins og knapi ársins á Uppskeruhátíð hestamanna sem fram fór á laugardaginn. Aldrei áður hefur sami knapi hlotið jafnmörg verðlaun á Uppskeruhátíð og nú, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landssambandi hestamanna.

Sigurbjörn er úr hestamannafélaginu Fáki í Reykjavík. Hann hefur unnið fjölmörg verðlaun á árinu. Hann sigraði Meistaradeild VÍS í vor, var þrefaldur Íslandsmeistari í skeiðgreinum, sigraði A-flokk Meistaramóts Andvara fimmta árið í röð og betrumbætti eigið met í 150 metra skeiði tekið á rafrænum tímatökubúnaði.

Efnilegasti knapinn árið 2010 var Hekla Katharina Kristinsdóttir úr hestamannafélaginu Geysi á Hellu. Hún var Íslandsmeistari ungmenna í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum. Ungur og efnilegur knapi sem á framtíðina fyrir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×