Innlent

Brotnaði á höndum og fótum þegar strætó ók á hann

Þorsteinn Kristiansen stórslasaðist um helgina þegar strætisvagn ók í veg fyrir hann.
Þorsteinn Kristiansen stórslasaðist um helgina þegar strætisvagn ók í veg fyrir hann.
Starfsmaður Hjálpræðishersins verður frá vinnu í fimm vikur eftir að strætisvagni var ekið á hann á laugardagskvöldið. Maðurinn var á hjóli þegar slysið varð en hann segir tillitsleysi ökumanna í garð hjólreiðafólks gríðarlegt.

Þorsteinn Kristiansen kom hjólandi niður Suðurgötu þegar strætisvagninn ók í veg fyrir hann á gatnamótunum við Vonarstræti. „Þannig að ég á engan sjéns og hann keyrir beint á mig," segir Þorsteinn sem stórslasaðist við þetta. Hann brotnaði á höndum og fótum og verður frá vinnu í fimm vikur.

Þorsteinn fer oft þarna um á hjólinu og segist orðinn langþreyttur á tillitsleysi ökumanna sem haldi að þeir geti haft Suðurgötuna út af fyrir sig. Það sé sértaklega hættulegt þegar bílar fari á vinsti helming götunnar sem ætluð er fyrir hjólreiðamenn þótt merkingar um það séu heldur ruglandi. Ofar í götunni er hjóleiðastígurinn vel merktur en neðar er ekkert sem gefur til kynna að hjólreiðamenn eigi að njóta forgangs. Það finnst Þorsteinni undarlegt.

„Ég er að spá í hvort verið sé að gefa hjólreiðamönnum falskar vonir með því að sérmerkja stuttan kafla en ekki alla leiðina." Hvað sem þessum merkingum líður er lykilatriðið tillitsemi segir Þorsteinn og biður alla ökumenn að hafa það í huga.


Tengdar fréttir

Slasaði hjólreiðamaðurinn tryggður

„Hann lendir í árekstri við ökutæki og það er tryggt. Hann á því að fá fullar bætur vegna slyssins,“ segir Árni Davíðsson, formaður landssamtaka hjólreiðamanna um slys sem hjólreiðamaðurinn Þorsteinn K. Kristiansen lenti í á laugardaginn.

Margbrotinn eftir að hafa lent fyrir strætisvagni

„Ég var á leiðinni í vinnustaðapartí í Hjálpræðishernum þegar þetta gerðist,“ segir starfsmaður Hjálpræðishersins, Þorsteinn K. Kristiansen, sem varð fyrir strætisvagni á laugardagskvöldið. Þorsteinn fót- og handleggsbrotnaði og þarf líklega að vera í gifsi næstu fimm vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×