Erlent

Draugaflaug undan strönd Kalíforníu

MYND/AP

Yfirstjórnin í Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, segist engar skýringar finna á eldflaugarskoti sem fjölmargir urðu vitni að undan ströndum Kalíforníuríkis á mánudag.

Þyrla frá CBS sjónvarpsstöðinni náði meðal annars myndum af atvikinu og ekki verður betur séð en að þarna hafi eldlaug verið skotið á loft, líklega af sjónum, eða neðansjávar.

Strókurinn eftir flaugina náði marga kílómetra upp í loftið. Pentagon menn segja að ekkert bendi til þess að flaugin hafi verið á vegum hersins en verið sé að kanna hvernig á þessu stendur. Ekkert bendi þó til þess að skotið hafi ógnað Bandaríkjunum á nokkurn hátt.

Á heimasíðu BBC má sjá myndbandið sem tekið úr fréttaþyrlunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×