Borgarráð vill skýringar frá Árna Páli Árnasyni félagsmálaráðherra vegna yfirlýsinga hans um fækkun starfa í heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og velferðar- og öldrunarþjónustu. Borgarráð hefur áhyggjur af áhrifum þessa á atvinnuástand í Reykjavík.
Ráðið samþykkti samhljóða að fela Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra að fá svör við því hvernig niðurskurði verði háttað og hvaða áhrif það muni hafa á þá þjónustu sem í boði er.- kóp