Fótbolti

Stig Töfting: Stefán Gíslason er fórnarlamb

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason. Mynd/E.Stefán

Stig Töfting, sérfræðingur Canal 9 sjónvarpsstöðvarinnar, skilur ekki meðferð Bröndby á íslenska miðjumanninum Stefáni Gíslasyni. Stefán fær ekkert að spila hjá danska úrvalsdeildarliðinu en hann er með samning til ársins 2012.

Stefán er með samning til ársins 2012 en Bröndby vill losna við hann. Stefán er með rúmar fjórar milljónir króna á mánuði en hefur ekkert leikið með Brondby í marga mánuði.

„Ég skil ekki hvaða stefna er í gangi hjá Bröndby. Liðið á að nota jafnsterkan leikmann og hann en þeir völdu það frekar að setja hann út í kuldanum. Stefán Gíslason er fórnarlamb og hann átti að fá fleiri tækifæri," sagði Stig Töfting.

Stefán Gíslason hefur verið hjá Bröndby frá því að hann kom þangað frá norska liðinu Lyn árið 2007. Hann eyddi þó hluta þessa tímabils hjá norska liðinu Viking þar sem hann spilaði 12 leiki sem eru þeir einu sem hann hefur spilað á öllu árinu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×