Fótbolti

Nýstárlegt fagn Steinþórs slapp ekki við gula spjaldið - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steinþór Freyr Þorsteinsson.
Steinþór Freyr Þorsteinsson. Mynd/Anton
Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði í síðasta leik Örgryte á tímabilinu í sænsku b-deildinni í fótbolta og bauð upp á frumlegt fagn að hætti Stjörnumanna. Dómari leiksins var þó ekki sammála og gaf Íslendingnum gult spjald.

Steinþór fagnaði með því að fara úr keppnistreyjunni sinni og henda henni upp í stúku til stuðningsmanna Örgryte. Steinþór var í annarri nákvæmlega eins treyju undir hinni og gat því haldið leik áfram þrátt fyrir að treyjan væri komin upp í stúku.

Dómari leiksins leit þetta þó sömu augum og þegar menn klæða sig úr treyjunni og gaf Steinþóri gula spjaldið. Þetta var annað mark Steinþórs fyrir Örgryte á þessu tímabili en hann lék 9 leiki með liðinu eftir að hann kom frá Stjörnunni.

Vefsíðan fótbolti.net fjallar um fagnið og birtir stutt viðtal við Steinþór í dag en myndbandið og viðtalið má finna með því að smella hér.

„Ég ákvað þetta bara í seinni hálfleik. Vanalega fæ ég alltaf aðra treyju í hálfleiknum og fyrst að þetta var síðasti leikurinn þá ákvað ég að gera þetta," sagði Steinþór við Fótbolta.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×