Góð tilfinning að vera alveg sammála Ögmundi 9. nóvember 2010 14:19 Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir það óskaplega góða tilfinningu og kærkomna tilbreytingu að geta sagt að hann væri alveg sammála Ögmundi Jónassyni samgönguráðherra. Það gerðist ekki á hverjum degi og þess vegna væri um að gera að njóta þess andartaks. Þetta sagði Einar á Alþingi síðdegis í gær eftir að Ögmundur hafði svarað fyrirspurn hans um Reykjavíkurflugvöll með skýrum hætti þannig að hann teldi að miðstöð innanlandsflugs ætti áfram að vera á Reykjavíkurflugvelli. Aðrir þingmenn sem til máls tóku studdu allir það sjónarmið. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, tók þó fram að þótt hann væri þeirrar skoðunar að afar mikilvægt væri að miðstöð innanlandsflugs yrði áfram í Reykjavík þýddi það ekki í sínum huga að hún yrði endilega að vera í Vatnsmýrinni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, kvaðst sérstaklega vilja fagna því hversu skýr svör Ögmundar hefðu verið og taldi gott að finna hann sem bandamann í því að halda innanlandsfluginu innan borgarinnar. „Enda þýðir það ekkert fyrir þá sem vilja veg höfuðborgarinnar sem mestan að tala bara um höfuðborgina á tyllidögum en síðan ekki undirgangast þær skyldur sem höfuðborgin hefur að gegna gagnvart landinu öllu," sagði Þorgerður. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að ef innanlandsflugið færi frá Reykjavík til Keflavíkur, þá þyrfti að flytja bæði Landspítalann og stjórnsýsluna þangað líka. Hér fyrir ofan má sjá brot úr umræðum á Alþingi um flugvöllinn. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir það óskaplega góða tilfinningu og kærkomna tilbreytingu að geta sagt að hann væri alveg sammála Ögmundi Jónassyni samgönguráðherra. Það gerðist ekki á hverjum degi og þess vegna væri um að gera að njóta þess andartaks. Þetta sagði Einar á Alþingi síðdegis í gær eftir að Ögmundur hafði svarað fyrirspurn hans um Reykjavíkurflugvöll með skýrum hætti þannig að hann teldi að miðstöð innanlandsflugs ætti áfram að vera á Reykjavíkurflugvelli. Aðrir þingmenn sem til máls tóku studdu allir það sjónarmið. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, tók þó fram að þótt hann væri þeirrar skoðunar að afar mikilvægt væri að miðstöð innanlandsflugs yrði áfram í Reykjavík þýddi það ekki í sínum huga að hún yrði endilega að vera í Vatnsmýrinni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, kvaðst sérstaklega vilja fagna því hversu skýr svör Ögmundar hefðu verið og taldi gott að finna hann sem bandamann í því að halda innanlandsfluginu innan borgarinnar. „Enda þýðir það ekkert fyrir þá sem vilja veg höfuðborgarinnar sem mestan að tala bara um höfuðborgina á tyllidögum en síðan ekki undirgangast þær skyldur sem höfuðborgin hefur að gegna gagnvart landinu öllu," sagði Þorgerður. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að ef innanlandsflugið færi frá Reykjavík til Keflavíkur, þá þyrfti að flytja bæði Landspítalann og stjórnsýsluna þangað líka. Hér fyrir ofan má sjá brot úr umræðum á Alþingi um flugvöllinn.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira