Innlent

Blóðugur niðurskurður á RÚV: Elín Hirst meðal þeirra sem var sagt upp

Elín Hirst hefur verið sagt upp störfum hjá RÚV.
Elín Hirst hefur verið sagt upp störfum hjá RÚV.

Fréttakonunni Elínu Hirst og dagskrágerðarkonunum Þóru Tómasdóttur, Elsu Maríu Jakobsdóttur og Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, hefur verið sagt upp störfum hjá RÚV. Þeim var tilkynnt um uppsagnirnar í dag en þær verða tilkynntar formlega á morgun samkvæmt heimildum Vísis.

Morgundagurinn verður blóðugur hjá RÚV þar sem stendur til að segja upp á annan tug starfsmanna samkvæmt heimildum Vísis.

Elín Hirst hefur lesið fréttir fyrir RÚV í fjölmörg ár auk þess sem hún sér um fréttaskýringaþáttinn Fréttaaukann ásamt Boga Ágústssyni. Þóra, Elsa María og Jóhanna eru dagskrágerðarkonur í Kastljósi en niðurskurðurinn kemur illa við þann þátt.

Uppsagnirnar eru liður í niðurskurði hjá RÚV en alls þarf að skera niður um 300 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×