Fótbolti

Guti klessukeyrði bílinn sinn blindfullur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guti.
Guti. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jose Maria "Guti" Gutierrez, fyrrum leikmaður Real Madrid, er ekki í góðum málum í Tyrklandi eftir að hann klessukeyrði bílinn sinn í nótt og það sem meira var kappinn var blindfullur. Guti hefur verið ákærður fyrir að keyra undir áhrifum áfengis en sem betur fer hans vegna slasaðist enginn í árekstrinum.

Fréttastofan Dogan í Tyrklandi, hefur heimildir fyrir því að Guti hafi misst stjórn á bílnum sínum sem hafi síðan lent fram á rútubíl. Guti var handtekinn eftir áreksturinn og sektaður fyrir að keyra undir áhrifum. Hann missti auk þess bílprófið.

Besiktas hefur staðfest að leikmaður sinn hafi lent í árekstri en segir að Guti hafi ekki meiðst. Guti gerði tveggja ára samning við félagið í haust eftir fimmtán tímabil með Real Madrid. Hann fær tvær milljónir evra eða um 310 milljóir íslenskra króna í laun þessi tvö tímabil.

Guti er búinn að skora 4 mörk og gefa 3 stoðsendingar í 11 deildarleikjum með Besiktas á tímabilinu en liðið er eins og er í fimmta sæti tyrknesku deildarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×