Innlent

Magnús Árni ráðinn rektor á Bifröst

Magnús Árni Magnússon hefur verið ráðinn rektor á Bifröst.
Magnús Árni Magnússon hefur verið ráðinn rektor á Bifröst.

Magnús Árni Magnússon, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur verið ráðinn rektor Háskólans á Bifröst. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans, bifrost.is.

Magnús var aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst 2001 - 2006. Var forseti viðskiptadeildar skólans 2003 - 2005 og forseti félagsvísindadeildar skólans 2005 - 2006. Hann var starfsmaður og einn eigenda Capacent 2006 - 2008, framkvæmdastjóri Skóla skapandi greina hjá Keili 2008 - 2009, jafnframt því að vera aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands frá haustinu 2008. Hann tók sæti á Alþingi sem 15. þingmaður Reykjavíkur 1998 - 1999.

Magnús er með BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands, MA í hagfræði frá University of San Franscisco, M.Phil í Evrópufræðum frá University of Cambridge og mun á þessu ári ljúka doktorsnámi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

Magnús Árni er fæddur í Reykjavík 1968 og er því 42 ára gamall. Eiginkona hans er Sigríður Björk Jónsdóttir, byggingalistfræðingur og eiga þau 4 börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×