Enski boltinn

Tottenham vill fá fleiri leikmenn frá Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karim Benzema.
Karim Benzema. Mynd/Nordic Photos/Getty
Hollendingurinn Rafael Van der Vaart hefur slegið í gegn með Tottenham í vetur og nú berast fréttir frá herbúðum Spurs að það sé áhugi í félaginu að ná í annan leikmann til Real Madrid.

Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema hefur átt erfitt uppdráttar og fengið að lítið að spila hjá Real Madrid. Hann er því í svipaðir stöðu og Rafael Van der Vaart var á sínum tíma áður en hann kom til Tottenham.

Samkvæmt heimildum netmiðilsins goal.com þá ætlar Harry Redknapp, stjóri Tottenham, að bjóða í Benzama í janúar en hann hætti við að bjóða í hann í haust þar sem að hann taldi engar líkur á að Real myndi vera tilbúið að selja Benzema.

Jermaine Defoe, Roman Pavlyuchenko, Peter Crouch og Robbie Keane standa allir Redknapp til boða í framlínu liðsins en það viðrist ekki vera nóg fyrir karlinn.

Karim Benzema hefur reyndar spilað með Real Madrid í Meistaradeildinni og væri því ekki löglegur með Tottenham komist liðið upp úr sínum riðli og inn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×