Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, hefur birt lista yfir hluta þeirra fyrirtækja sem styrktu hann í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 2006. Styrkir til hans námu 24,8 milljónum króna.
Í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér segir hann að í viðtali við Kastljóið nýlega hafi hann greint frá því að hann myndi kanna hvort þeir aðilar sem styrktu framboð hans samþykktu að vera nafngreindir. Sumir hafi veitt samþykki sitt en aðrir ekki og mun hann virða það eins og hann hafi sagt áður.
„Ég birti nöfn þeirra lögaðila sem eru gjaldþrota án þess að tala við viðkomandi forystumenn eða slitastjórn en ef viðkomandi aðili er látinn birti ég ekki nafn hans eða fyrirtækis hans. Nokkra aðila náði ég ekki í. Að auki talaði ég við einstaklinga og fór fram á leyfi til að birta nöfn þeirra en það hafa aðrir frambjóðendur ekki gert.
Samtals voru styrkir til framboðs míns til efsta sætis á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður árið 2006 24,8 milljónir króna. Þar af fékk ég styrki frá þeim aðilum sem hér greinir:
Actavis Group hf
250.000
Atorka Group hf
1.000.000
Austursel ehf
1.500.000
Baugur Group ehf
2.000.000
Bjarni Ingvar Árnason
250.000
Bláa Lónið
400.000
Borgarverk ehf
250.000
Brim hf
300.000
FL Group
2.000.000
Fons hf
2.000.000
Guðmundur Kristjánsson
200.000
Gylfi og Gunnar
200.000
HF Eimskipafélagið
500.000
Intrum á Íslandi
300.000
Kaupþing banki hf
1.000.000
Landsbanki Íslands
1.500.000
Milestone ehf
750.000
Sigurður Bollason
500.000
Tékk Kristall
200.000
VBS fjárfestingabanki
30.000
Vínlandsleið ehf
150.000
Þóra Guðmundsdóttir
500.000
Örninn hjól ehf
75.000
Þá segir hann að aðrir ónafngreindir styrktu framboðið um 8.975.000 krónur, en um er að ræða 16 aðila, bæði einstaklinga og fyrirtæki.
