Fótbolti

Cahill fór af velli í tárum: Þetta er það frábæra við fótboltann

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Tim Cahill gengur af velli, með tárin í augunum.
Tim Cahill gengur af velli, með tárin í augunum. AFP
Tim Cahill brotnaði niður þegar hann var rekinn af velli í 4-0 tapinu gegn Þjóðverjum í gær. Ástralinn fékk beint rautt fyrir tæklingu á Bastian Schweinsteiger.

Þjóðverjinn sagði við hann um leið að honum fyndist rauða spjaldið ekki réttur dómur og Cahill gekk af velli í tárum.

"Draumar geta brostið á einni klukkustund. Það var mjög indælt af Schweinsteiger að segja þetta," sagði Cahill sem er nú kominn í leikbann.

"Þetta er einn af döprustu hlutunum á ferli mínum en þetta er það frábæra við fótboltann. Einn daginn ertu hetja, þann næsta ertu bara á botninum," sagði Cahill.

Hann verður í banni í leiknum gegn Ghana á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×