Ráðherra greinir á um ágæti mjólkurfrumvarps Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. ágúst 2010 18:45 Fjármálaráðherra segist ósammála Samkeppniseftirlitinu um að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra sé skaðlegt samkeppni. Þá greinir efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra á um kosti frumvarpsins, en sá fyrrnefndi er sammála sjónarmiðum Samkeppniseftirlitsins. Bæði Samkeppniseftirlitið og Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt Mjólkurfrumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, harkalega og segja það afturhvarf frá frjálsri samkeppni, en mjólkursamlögum sem taka við mjólk frá framleiðendum umfram kvóta til sölu innalands verður refsað með sektum. Þá telur Samkeppniseftirlitið að íslenskur mjólkurmarkaður hafi mörg einkenni samráðshrings, þess sem kallað er cartel á enska tungu, og telur frumvarpið styrkja slíkt samráð í sessi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að málið sé ekki svo einfalt og að á það þurfi að horfa í stærra samhengi. „Þetta snýst um þá framleiðslustýringu sem við höfum í þessum greinum og þann ríkisstuðning sem þarna er á ferðinni, að þeir fjármunir nýtist með skilvirkum hætti. Þetta tengist stöðu bændanna almennt, þetta tengist stöðu þeirra kúabænda sem margir eru núna mjög skuldsettir og hafa m.a skuldsett sig til að tryggja sér framleiðsluréttindi innan búvörusamningsins í mjólk og menn hafa áhyggjur af því að ef það er ekki lengur stjórn á hlutunum þá grafi það undan stöðugleika í kerfinu. Og verði á endanum á kostnað neytenda í formi hærra vöruverðs í kjölfar einhverra undirboða og gjaldþrota sem við þekkjum því miður af biturri reynslu. Ekki síst í kjötframleiðslunni," segir Steingrímur. Gylfi Magnússon, núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, var stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins í 5 ár. „Mínar skoðanir á þessum málum eru nú ekkert fjarri því sem Samkeppniseftirlitið er að halda fram núna," segir Gylfi. Gylfi segir þó a.m.k einn jákvæðan flöt á frumvarpinu, en það er sérstök undanþága sem lýtur að heimaframleiðslu og sölu afurða beint frá býli, en þar er mjólkurframleiðanda heimilt selja vörur sem samsvara 10 þúsund mjólkurlítrum án þess að það teljist til nýtingar á greiðslumarki lögbýlis, þ.e utan kvótakerfisins. Þessi hluti frumvarpsins gengur bara allt of skammt að mati Gylfa. „Ég held bara að tíu þúsund lítrar sé allt of lítið, ef þetta hefði verið rýmra þá hefði það skipt máli. Ef við skoðum hvað tíu þúsund lítrar eru á ári í krónum þá sjáum við að þetta eru ekki háar fjárhæðir þótt það muni kannski miklu um þær í litlum rekstri," segir Gylfi. Hann segist deila áhyggjum Samkeppniseftirlitsins. Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira
Fjármálaráðherra segist ósammála Samkeppniseftirlitinu um að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra sé skaðlegt samkeppni. Þá greinir efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra á um kosti frumvarpsins, en sá fyrrnefndi er sammála sjónarmiðum Samkeppniseftirlitsins. Bæði Samkeppniseftirlitið og Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt Mjólkurfrumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, harkalega og segja það afturhvarf frá frjálsri samkeppni, en mjólkursamlögum sem taka við mjólk frá framleiðendum umfram kvóta til sölu innalands verður refsað með sektum. Þá telur Samkeppniseftirlitið að íslenskur mjólkurmarkaður hafi mörg einkenni samráðshrings, þess sem kallað er cartel á enska tungu, og telur frumvarpið styrkja slíkt samráð í sessi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að málið sé ekki svo einfalt og að á það þurfi að horfa í stærra samhengi. „Þetta snýst um þá framleiðslustýringu sem við höfum í þessum greinum og þann ríkisstuðning sem þarna er á ferðinni, að þeir fjármunir nýtist með skilvirkum hætti. Þetta tengist stöðu bændanna almennt, þetta tengist stöðu þeirra kúabænda sem margir eru núna mjög skuldsettir og hafa m.a skuldsett sig til að tryggja sér framleiðsluréttindi innan búvörusamningsins í mjólk og menn hafa áhyggjur af því að ef það er ekki lengur stjórn á hlutunum þá grafi það undan stöðugleika í kerfinu. Og verði á endanum á kostnað neytenda í formi hærra vöruverðs í kjölfar einhverra undirboða og gjaldþrota sem við þekkjum því miður af biturri reynslu. Ekki síst í kjötframleiðslunni," segir Steingrímur. Gylfi Magnússon, núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, var stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins í 5 ár. „Mínar skoðanir á þessum málum eru nú ekkert fjarri því sem Samkeppniseftirlitið er að halda fram núna," segir Gylfi. Gylfi segir þó a.m.k einn jákvæðan flöt á frumvarpinu, en það er sérstök undanþága sem lýtur að heimaframleiðslu og sölu afurða beint frá býli, en þar er mjólkurframleiðanda heimilt selja vörur sem samsvara 10 þúsund mjólkurlítrum án þess að það teljist til nýtingar á greiðslumarki lögbýlis, þ.e utan kvótakerfisins. Þessi hluti frumvarpsins gengur bara allt of skammt að mati Gylfa. „Ég held bara að tíu þúsund lítrar sé allt of lítið, ef þetta hefði verið rýmra þá hefði það skipt máli. Ef við skoðum hvað tíu þúsund lítrar eru á ári í krónum þá sjáum við að þetta eru ekki háar fjárhæðir þótt það muni kannski miklu um þær í litlum rekstri," segir Gylfi. Hann segist deila áhyggjum Samkeppniseftirlitsins.
Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira