Fótbolti

Trapattoni hafnaði því að taka við liði Juventus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giovanni Trapattoni, landsliðsþjálfari Íra.
Giovanni Trapattoni, landsliðsþjálfari Íra. Mynd/Getty Images
Giovanni Trapattoni, landsliðsþjálfari Íra, tók ekki tilboði Juventus um að taka við liðinu þegar Ciro Ferrara var látinn fara í lok janúar. Alberto Zaccheroni tók við Juventus í staðinn og stýrir liðinu út leiktíðina.

„Ég hafnaði þessu tilboði með þungu hjarta því það var ómögulegt fyrir mig að þjálfa bæði landslið og félagslið," sagði hinn 71 árs gamli Giovanni Trapattoni og bætti við: „Þetta hafði því í raun aldrei komið til greina."

Trapattoni hefur þjálfað Juventus-liðið í tvígang og alls í þrettán ár. Hann gerðist landsliðsþjálfari Íra árið 2008 og er með samning við írska knattspyrnusambandið til ársins 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×