Fótbolti

Eto’o ætlar sér að seta markamet í Afríkukeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samuel Eto’o, leikmaður Internazionale og Kamerún.
Samuel Eto’o, leikmaður Internazionale og Kamerún. Mynd/AFP

Samuel Eto'o, leikmaður Internazionale og Kamerún, hefur háleit markmið fyrir Afríkukeppni landsliða í fótolta en Kamerúnar hefja keppni í mótinu í dag þegar þeir mæta Gabon klukkan 16.00.

Samuel Eto'o er þegar orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í sögu úrslitamóts Afríkukeppninnar eða alls 16 mörk í fimm úrslitakeppnum. Hann ætlar sér nú að bæta metið yfir flest mörk skoruð í einni Afríkukeppni.

Metið á Mulumba Ndaye, framherji Zaire, en hann skoraði 9 mörk í keppninni 1974. Samuel Eto'o hefur orðið markakóngur keppninnar í síðustu tvö skipti en hann skoraði fimm mörk bæði í keppnunum 2006 og 2008.

Samuel Eto'o og félagar hafa ekki unnið keppnina í síðustu þrjú skipti eftir að hafa orðið Afríkumeistarar í fyrstu tveimur úrslitakeppnum Samuel Eto'o. Liðið endaði í 2. sæti í keppninni fyrir tveimur árum.

Samuel Eto'o í Afríkukeppninni:

2008 5 mörk (Kamerún endaði í 2.sæti)

2006 5 mörk (8 liða úrslit)

2004 1 mark (8 liða úrslit)

2002 1 mark (Meistarar)

2000 4 mörk (Meistarar)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×