Erlent

Ströng öryggisgæsla vegna heimsóknar páfa

Benedikt páfi á Lavacolla-flugvellinum í Santiago de Compostela.
Benedikt páfi á Lavacolla-flugvellinum í Santiago de Compostela. Mynd/AP
Spænska lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna heimsóknar Benedikts 16. páfa til landsins. Tveggja daga opinber heimsókn hans á Spáni hófst í morgun þegar hann heimsótti miðaldadómkirkjuna í Santiago de Compostela. Þetta er í annað sinn sem Benedikt páfi heimsækir Spán.

Þúsundir manna komu saman fyrir utan dómkirkjuana Santiago de Compostela í morgun til að sjá Benedikt páfa. Ströng öryggisgæsla er við kirkjuna en þar mun páfi flytja ávarp síðar í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×