Innlent

Jón Gnarr: Ísbjarnarverkefnið í fullri vinnslu

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Jón Gnarr, borgarstjóri.
Jón Gnarr, borgarstjóri. Mynd/Anton Brink
Jón Gnarr, borgarstjóri, segir að enn sé unnið að því að fá ísbjörn í Fjölskyldu- og húsadýragarðinn og að tíðinda sé að vænta.

Kosningaloforð Besta flokksins um ísbjörn í garðinn vakti mikla athygli í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í vor. Margir hafa gagnrýnt loforðið og sagt að kostnaðurinn sem myndi fylgja því að koma upp aðstöðu fyrir ísbjörn í garðinum yrði einfaldlega of mikill. Í byrjun júní tók Jón ekki afstöðu til þess hvort skynsamlegra væri að koma fleiri börnum inn á leikskóla í borginni eða koma upp aðstöðu fyrir ísbjörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hann sagðist bæði vilja ísbjörn og fleiri leikskólapláss.

Lítið hefur farið fyrir umræðum um málið að undanförnu þangað til nú en Jón fjallar um málið í dagbók sinni á samskiptavefnum Facebook í dag. Þar segir hann: „Verkefnid "Ísbjörn" í fullri vinnslu. Frekari fréttir væntanlegar fljótlega!"

Líkt og svo oft áður vekja skrif Jóns bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. Hægt er að skoða athugsemdirnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×