Fótbolti

Camoranesi dæmdur til að greiða bætur fyrir harða tæklingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mauro Camoranesi.
Mauro Camoranesi. Mynd/Getty Images
Mauro Camoranesi, miðjumaður í heimsmeistaraliði Ítala 2006, hefur verið dæmdur af dómstól í Argentínu, til að greiða 5,9 milljónir í bætur fyrir að tækla illa leikmanna í leik í Argentínu fyrir sextán árum.

Fórnarlambið er Roberto Pizzo sem þurfti að fara í aðgerð og eyða löngum tíma í endurhæfingu eftir að hafa lent í tæklingu frá Camoranesi í leik í Mar del Plata-deildinni í Argentínu 14. ágúst 1994.

Dómstóllinn útskurðaði að þótt að hann geti ekki sannað að tækling Camoranesi hafi verið viljandi þá hafi hún verið klaufleg, óvenjuleg og hann auðveldlega getað sleppt því að meiða Pizzo jafnilla og hann gerði.

Camoranesi er fæddur í Argentínu og lék þar með Banfield í efstu deild áður en hann færði sig yfir til Mexíkó og Úrúgvæ. Hann kom síðan til Verona á Ítalíu árið 2000 og hefur spilað með Juventus frá 2002.

Camoranesi var síðan orðinn ítalskur ríkisborgari þegar kom að HM 2006 þar sem hann hjálpaði liðinu að verða heimsmeistari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×