Telja að ráðherra hafi kippt fótunum undan rækjufyrirtækjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. ágúst 2010 18:30 Starfsmenn Byggðastofnunar eru þeirrar skoðunar að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hafi kippti fótunum undan rekstrargrundvelli nokkurra viðskiptavina stofnunarinnar þegar hann gerði veiðar á úthafsrækju frjálsar. Þessi ákvörðun gæti þýtt að Byggðastofnun þurfi að afskrifa 1,3 milljarða króna vegna lána til fjögurra fyrirtækja. Byggðastofnun er með átta fyrirtæki tengd rækjuútgerð og vinnslu í viðskiptum. Eins og fréttastofa hefur greint frá eru fjögur þessara fyrirtækja með lán þar sem einu tryggingarnar á bak við lánin eru veð í úthafsrækjukvóta og samtals skulda þessi fyrirtæki Byggðastofnun 1.260 milljónir króna. Þar sem ekki hafa verið rekstrarforsendur til að veiða rækjukvóta þessara fjögurra fyrirtækja undanfarin ár vegna hás olíuverðs og lítils kvóta hefur Byggðastofnun þurft að sýna þeim þolinmæði þar sem ekki hefur þótt borga sig fyrir stofnunina að leysa til sín kvótann. Hins vegar varð sú breyting á núverandi fiskveiðiári að hagkvæmt þótti að veiða úthafsrækju aftur og stefnir í dag allt í að allur kvóti ársins auk kvóta sem geymdur var frá fiskveiðiárinu 2008/9 verði veiddur. Afurðaverð hafði hækkað og olíuverð lækkað. Ákveðin teikn voru á lofti um að rækjuúitgerðin væri að rétta úr kútnum og því voru enn verðmæti í lánveitingum Byggðastofnunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það skoðun starfsmanna Byggðastofnunar að sú yfirlýsing sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar hafi í raun og veru verið til þess fallin að kippa fótunum undan þessum viðskiptavinum Byggðastofnunar. Í hnotskurn þá urðu útlánin til þeirra fyrirtækja sem eiga í hlut verðlaus, en voru það ekki fyrir. Hafa þessi sjónarið verið reifuð af starfsmönnum stofnunarinnar, og þeir hafa lýst áhyggjum sínum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Nú er svo komið, eins og fréttastofa greindi frá í gær, að Ríkisendurskoðun ætlar að fara í sérstaka úttekt á útlánum Byggðastofnunar einmitt vegna þessara sömu útlána til fyrirtækja í rækjuvinnslu, en Byggðastofnun mun hugsanlega þurfa að afskrifa á annan milljarð króna vegna þessara útlána. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Starfsmenn Byggðastofnunar eru þeirrar skoðunar að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hafi kippti fótunum undan rekstrargrundvelli nokkurra viðskiptavina stofnunarinnar þegar hann gerði veiðar á úthafsrækju frjálsar. Þessi ákvörðun gæti þýtt að Byggðastofnun þurfi að afskrifa 1,3 milljarða króna vegna lána til fjögurra fyrirtækja. Byggðastofnun er með átta fyrirtæki tengd rækjuútgerð og vinnslu í viðskiptum. Eins og fréttastofa hefur greint frá eru fjögur þessara fyrirtækja með lán þar sem einu tryggingarnar á bak við lánin eru veð í úthafsrækjukvóta og samtals skulda þessi fyrirtæki Byggðastofnun 1.260 milljónir króna. Þar sem ekki hafa verið rekstrarforsendur til að veiða rækjukvóta þessara fjögurra fyrirtækja undanfarin ár vegna hás olíuverðs og lítils kvóta hefur Byggðastofnun þurft að sýna þeim þolinmæði þar sem ekki hefur þótt borga sig fyrir stofnunina að leysa til sín kvótann. Hins vegar varð sú breyting á núverandi fiskveiðiári að hagkvæmt þótti að veiða úthafsrækju aftur og stefnir í dag allt í að allur kvóti ársins auk kvóta sem geymdur var frá fiskveiðiárinu 2008/9 verði veiddur. Afurðaverð hafði hækkað og olíuverð lækkað. Ákveðin teikn voru á lofti um að rækjuúitgerðin væri að rétta úr kútnum og því voru enn verðmæti í lánveitingum Byggðastofnunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það skoðun starfsmanna Byggðastofnunar að sú yfirlýsing sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar hafi í raun og veru verið til þess fallin að kippa fótunum undan þessum viðskiptavinum Byggðastofnunar. Í hnotskurn þá urðu útlánin til þeirra fyrirtækja sem eiga í hlut verðlaus, en voru það ekki fyrir. Hafa þessi sjónarið verið reifuð af starfsmönnum stofnunarinnar, og þeir hafa lýst áhyggjum sínum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Nú er svo komið, eins og fréttastofa greindi frá í gær, að Ríkisendurskoðun ætlar að fara í sérstaka úttekt á útlánum Byggðastofnunar einmitt vegna þessara sömu útlána til fyrirtækja í rækjuvinnslu, en Byggðastofnun mun hugsanlega þurfa að afskrifa á annan milljarð króna vegna þessara útlána.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira