Innlent

Kínverjar í hádegismat á Bessastöðum

Að loknum fundinum býður forseti fulltrúum kínversku sendinefndarinnar til hádegisverðar á Bessastöðum.
Að loknum fundinum býður forseti fulltrúum kínversku sendinefndarinnar til hádegisverðar á Bessastöðum.

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson mun nú fyrir hádegi eiga fund með kínversku sendinefndinni sem nú heimsækir Ísland. Sendinefndin er undir forystu He Guoqiang og í henni eru fulltrúar frá Seðlabanka Kína, Útflutnings-innflutningsbanka Kína og kínverskum orkufyrirtækjum.

Áður hefur kínverska sendinefndin átt fundi með forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur og utanríkisráðherra Össuri Skarphéðinssyni og undirritaðir hafa verið samningar og meðal annars skrifað undir gjaldeyrisskiptasamning við kínverska seðlabankann. Að loknum fundinum býður forseti fulltrúum kínversku sendinefndarinnar til hádegisverðar á Bessastöðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×