Fótbolti

Pirlo missir af fyrstu tveimur leikjunum á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrea Pirlo í leik með ítalska landsliðinu.
Andrea Pirlo í leik með ítalska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Heimsmeistarar Ítalíu verða án Andrea Pirlo í fyrstu tveimur leikjum liðsins á HM í Suður-Afríku.

Pirlo er meiddur á kálfa og missir þar með af leikjum Ítalíu gegn Paragvæ og Nýja-Sjálandi. Hann gæti þó náð lokaleiknum í riðlinum, gegn Slóvakíu.

Búist er við að Riccardo Montolivo, leikmaður Fiorentina, taki sæti Pirlo í byrjunarliði Ítalíu í þessum leikjum.

„Árið 2006 horfði ég á HM í sjónvarpinu. Nú er ég staddur hér og ég er hæstánægður," sagði Montolivo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×