Fótbolti

Íslendingalið í Noregi töpuðu fyrir neðrideildarliðum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Stefán Logi.
Stefán Logi. Fréttablaðið/Arnþór
Lilleström og Stabæk féllu úr norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld fyrir neðrideildarfélögum þar í landi.

Lilleström, lið Stefáns Loga Magnússonar, tapaði fyrir neðsta liðinu í 1. deildinni, Follo, 4-2. Lilleström stillti upp sínu sterkasta liði en Stefán Logi lék allan leikinn en Björn Bergmann Sigurðarson lagði upp mark eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Stabæk tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir FK Tönsberg sem er í þriðju efstu deild. Veigar Páll Gunnarsson var í byrjunarliði Stabæk en þurfti að fara af velli eftir 21. mínútu vegna meiðsla. Pálmi Rafn Pálmason sat á bekk Stabæk allan leikinn.

Arnar Darri Pétursson fékk á sig fjögur mörk í 2-4 tapi gegn Strömsgodset.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×