Innlent

Drógu í lengstu lög að bregðast við

Nout Wellink.
Nout Wellink.

Seðlabankastjóri Hollands, Nout Wellink, segir að yfirvöld hér á landi hafi dregið það í lengstu lög að taka ákvarðanir um aðgerðir sumarið 2008. Seðlabankastjóri Hollands kom fyrir rannsóknarnefnd hollenska þingsins í morgun og hér að neðan má nálgast handrit að yfirheyrslunum yfir honum og Wouter Bos, fjármálaráðherra.

Wellink samskipti hollenskra yfirvalda við kollega sína á Íslandi í aðdraganda hrunsins.

Hann segir að Fjármálaeftirlitið hafi sagt honum í ágúst 2008 að bankarnir stæðust álagspróf. Þann fjórtánda ágúst hafi hann sent hóp frá Hollandi til Íslands. Fyrirskipunin var að þeir skyldu hóta Íslendingum um að Holland ætlaði að leita til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna vaxandi erfiðleika bankanna. Við það hafi yfirvöld á Íslandi reiðst.

Í yfirheyrslunum sagði seðlabankastjórinn að yfirvöld á Íslandi hafi dregið það í lengstu lög að taka ákvarðanir sumarið 2008. Það geri þau alltaf frammi fyrir vandamálum.

Spurði hvernig gekk og fékk frábært svar

Hann segist hafa spurt FME hvernig bönkunum gengi þann 3. september og fengið svarið: frábærlega. Sama dag hafi hann krafist þess að yfirvöld á íslandi kæmu með tillögu um lausn á vandanum. Fjármálaeftirlitið hafi lofað því.

Áttunda september hafi hann hitt kollega sinn í Basel og spurt hvort íslensku bankarnir væru stöndugir. Svarið, sem væntanlega kom frá Davíð Oddsyni var: ég varaði þá við fyrir hálfu ári.

Að endingu sagðist Seðlabankastjóri Hollands taka undir með yfirmanni Fjármálaeftirlits Hollands um að íslensk yfirvöld hafi logið að þeim.

Lélegt eftirlit var vandamálið

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, sagði í yfirheyrslum í dag að raunverulega vandamálið á Íslandi hafi verið lélegt eftirlit með bankakerfinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×