Fótbolti

Buffon nær næsta leik Ítala

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Gianluigi Buffon ætlar að spila næsta leik Ítala þrátt fyrir að fara af velli í leiknum gegn Paragvæ í gær í hálfleik. Buffon er meiddur í baki.

Markmaðurinn vonast til þess að vera aðeins tvo daga að ná sér og setur markið á að ná leiknum gegn Nýja-Sjálandi 20. júní.

Buffon hefði þó ekkert getað gert í markinu sem Paragvæ skoraði í 1-1 jafnteflinu en hann er að sjálfsögðu lykilmaður í ítalska liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×