Darling spurði hvert hann ætti að senda Icesave-reikninginn 12. apríl 2010 15:24 Alistair Darling spurði hvert hann ætti að senda Icesave-reikninginn. Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði við Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskitparáðherra og Jón Sigurðssonar fyrrverandi stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, að Bretar myndu ábyrgjast innistæður Icesave í Bretlandi að fullu. Hann spurði síðan íslenska föruneytið hvert hann ætti að senda reikninginn. Þessi fundur átti sérs tað í London 2. september 2008, mánuði fyrir hrun. Þá segir í skýrslunni að ríkisstjórnin hafi ekki reynt að koma Icesave í skjól eftir þennan fund. Á fundinum var meðal annars Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytis og Áslaug Árnadóttir, formaður stjórnar TIF. Jón Sigurðsson reifaði sjónarmið íslenskra stjórnvalda á fundinum. En haft er eftir Jónínu S. Lárusdóttur að Darling hafi sagst gera ráð fyrir því að bresk stjórnvöld myndu ábyrgjast innstæður að fullu og spurt hvert síðan ætti að senda reikninginn. Clive Maxwell, starfsmaður breska fjármálaráðuneytisins, lýsti því skömmu síðar á fundi með Sverri Hauki Gunnlaugssyni, sendiherra Íslands í London, að Darling hefði orðið fyrir vonbrigðum með þennan fund sinn með íslenskum embættismönnum. Fram kom í máli Maxwell að Darling hefði þótt sem Íslendingarnir áttuðu sig ekki á alvarleika málsins. Í þessu samhengi tekur rannsóknarnefnd Alþingis fram að ekki verður séð að fundur viðskiptaráðherra og stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins með fjármálaráðherra Bretlands hafi með neinu móti dregið úr áhyggjum innan breska stjórnkerfisins af málefnum Landsbankans eða liðkað fyrir lausn vandans. Þá segir í skýrslunni að íslensku fundarmönnunum gat ekki dulist að Darling taldi verulega hættu á að Landsbankinn gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart innstæðueigendum í Bretlandi. Þá segir einnig orðrétt í skýrslunni: „Loks verður ekki séð að á næstu vikum eftir fundinn hafi viðskiptaráðherra eða aðrir ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands kannað hvaða leiðir kynnu að vera færar til að greiða fyrir flutningi Icesave reikninganna yfir í dótturfélag." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði við Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskitparáðherra og Jón Sigurðssonar fyrrverandi stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, að Bretar myndu ábyrgjast innistæður Icesave í Bretlandi að fullu. Hann spurði síðan íslenska föruneytið hvert hann ætti að senda reikninginn. Þessi fundur átti sérs tað í London 2. september 2008, mánuði fyrir hrun. Þá segir í skýrslunni að ríkisstjórnin hafi ekki reynt að koma Icesave í skjól eftir þennan fund. Á fundinum var meðal annars Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytis og Áslaug Árnadóttir, formaður stjórnar TIF. Jón Sigurðsson reifaði sjónarmið íslenskra stjórnvalda á fundinum. En haft er eftir Jónínu S. Lárusdóttur að Darling hafi sagst gera ráð fyrir því að bresk stjórnvöld myndu ábyrgjast innstæður að fullu og spurt hvert síðan ætti að senda reikninginn. Clive Maxwell, starfsmaður breska fjármálaráðuneytisins, lýsti því skömmu síðar á fundi með Sverri Hauki Gunnlaugssyni, sendiherra Íslands í London, að Darling hefði orðið fyrir vonbrigðum með þennan fund sinn með íslenskum embættismönnum. Fram kom í máli Maxwell að Darling hefði þótt sem Íslendingarnir áttuðu sig ekki á alvarleika málsins. Í þessu samhengi tekur rannsóknarnefnd Alþingis fram að ekki verður séð að fundur viðskiptaráðherra og stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins með fjármálaráðherra Bretlands hafi með neinu móti dregið úr áhyggjum innan breska stjórnkerfisins af málefnum Landsbankans eða liðkað fyrir lausn vandans. Þá segir í skýrslunni að íslensku fundarmönnunum gat ekki dulist að Darling taldi verulega hættu á að Landsbankinn gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart innstæðueigendum í Bretlandi. Þá segir einnig orðrétt í skýrslunni: „Loks verður ekki séð að á næstu vikum eftir fundinn hafi viðskiptaráðherra eða aðrir ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands kannað hvaða leiðir kynnu að vera færar til að greiða fyrir flutningi Icesave reikninganna yfir í dótturfélag."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira