Ekki brugðist við veikleikum 12. apríl 2010 14:10 Almennt kom einnig fram að áhætta af hlutabréfum, beint í eigu bankanna eða óbeint sem veðum fyrir útlánum, væri mikil. Ekki var brugðist við ábendingum um að áhætta vegna lausafjárskorts og fjármögnun bankanna væri orðin of mikil vorið 2008. Rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins bendir þó á að vegna markaðsástæðna í heiminum hafi bönkunum á þessum tíma verið orðið erfitt að bregðast við.Bent er á að haustið 2008 hafi Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn, allir verið komnir vel á veg með að innleiða stoð 2 í BASEL II reglunum. Svonefnt CAMELS-mat allra bankanna vorið 2008 hafi hins vegar gefið til kynna að lausafjáráhætta og fjármögnunaráhætta væru helstu veikleikar þeirra.„Almennt kom einnig fram að áhætta af hlutabréfum, beint í eigu bankanna eða óbeint sem veðum fyrir útlánum, væri mikil. Varðandi Glitni og Landsbankann var sérstaklega minnst á að of mikil áhætta væri tengd eigendum bankanna. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hér hafi CAMELS-matið réttilega leitt í ljós tvo verulega áhættuþætti í rekstri bankanna. Of mikil útlán voru veitt vensluðum aðilum og markaðsáhætta var allt of mikil hvort sem það var beint eða í gegnum útlán bankanna," segir í skýrslunni.Bent er á að bregðast hefði þurft við með því að draga verulega úr þessari áhættu. Frá því um vorið hafi hins vegar aukist bæði lán með veðum í hlutabréfum og einnig lán til venslaðra aðila"Nefnding bendri á ð í ársbyrjun 2008 hafi markaðsástæður verið erfiðar og bönkunum því orðið erfitt um vik að bregðast við. „Í þessu sambandi er þó rétt að hafa í huga að bankarnir tóku þessa áhættu í rekstri sínum þegar betur áraði. Áhætta myndast þegar hún er tekin en ekki þegar verð fara að lækka." Bent er á að skráning og utanumhald um veð bankanna fyrir útlánum þeirra hafi hvergi nærri veriðí viðunandi horfi hjá bönkunum þar sem lítil áhersla hafi verið lögð á slíka vinnu á uppgangstímum þeirra. „Þar sem þessi mikilvægi þáttur í starfsemi þeirra var í ólagi má leiða líkur að því að sú áhætta sem myndaðist vegna veða, fyrst og fremst samþjöppunaráhætta, hafi orðið mun meiri en bankarnir gerðu sér grein fyrir og þá ekki síst þegar markaðsverðbréf voru tekin að veði."Rannsóknarnefnd Alþingis telur að skort hafi á í áhættustýringu bankanna að tekið væri tillit til markaðsáhættu. „Þá telur nefndin að áhættustýring allra þriggja bankanna hefði átt að fara með lán með veðum í eigin bréfum eins og óvarin lán.Ljóst var að við greiðslufall lána, sem tryggð voru með slíkum veðum, myndi bankinn ekki þvinga fram sölu á eigin bréfum, sérstaklega í ljósi þess hversu stór hluti eigin bréfa var að veði hjá bankanum," segir í áliti nefndarinnar og bent á að í stað þess að dregið væri úr þessari áhættu hafi þróunin verið gagnstæð. „Áhætta bankanna að þessu leyti jókst eftir að líða tók á lausafjárkreppuna." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Ekki var brugðist við ábendingum um að áhætta vegna lausafjárskorts og fjármögnun bankanna væri orðin of mikil vorið 2008. Rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins bendir þó á að vegna markaðsástæðna í heiminum hafi bönkunum á þessum tíma verið orðið erfitt að bregðast við.Bent er á að haustið 2008 hafi Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn, allir verið komnir vel á veg með að innleiða stoð 2 í BASEL II reglunum. Svonefnt CAMELS-mat allra bankanna vorið 2008 hafi hins vegar gefið til kynna að lausafjáráhætta og fjármögnunaráhætta væru helstu veikleikar þeirra.„Almennt kom einnig fram að áhætta af hlutabréfum, beint í eigu bankanna eða óbeint sem veðum fyrir útlánum, væri mikil. Varðandi Glitni og Landsbankann var sérstaklega minnst á að of mikil áhætta væri tengd eigendum bankanna. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hér hafi CAMELS-matið réttilega leitt í ljós tvo verulega áhættuþætti í rekstri bankanna. Of mikil útlán voru veitt vensluðum aðilum og markaðsáhætta var allt of mikil hvort sem það var beint eða í gegnum útlán bankanna," segir í skýrslunni.Bent er á að bregðast hefði þurft við með því að draga verulega úr þessari áhættu. Frá því um vorið hafi hins vegar aukist bæði lán með veðum í hlutabréfum og einnig lán til venslaðra aðila"Nefnding bendri á ð í ársbyrjun 2008 hafi markaðsástæður verið erfiðar og bönkunum því orðið erfitt um vik að bregðast við. „Í þessu sambandi er þó rétt að hafa í huga að bankarnir tóku þessa áhættu í rekstri sínum þegar betur áraði. Áhætta myndast þegar hún er tekin en ekki þegar verð fara að lækka." Bent er á að skráning og utanumhald um veð bankanna fyrir útlánum þeirra hafi hvergi nærri veriðí viðunandi horfi hjá bönkunum þar sem lítil áhersla hafi verið lögð á slíka vinnu á uppgangstímum þeirra. „Þar sem þessi mikilvægi þáttur í starfsemi þeirra var í ólagi má leiða líkur að því að sú áhætta sem myndaðist vegna veða, fyrst og fremst samþjöppunaráhætta, hafi orðið mun meiri en bankarnir gerðu sér grein fyrir og þá ekki síst þegar markaðsverðbréf voru tekin að veði."Rannsóknarnefnd Alþingis telur að skort hafi á í áhættustýringu bankanna að tekið væri tillit til markaðsáhættu. „Þá telur nefndin að áhættustýring allra þriggja bankanna hefði átt að fara með lán með veðum í eigin bréfum eins og óvarin lán.Ljóst var að við greiðslufall lána, sem tryggð voru með slíkum veðum, myndi bankinn ekki þvinga fram sölu á eigin bréfum, sérstaklega í ljósi þess hversu stór hluti eigin bréfa var að veði hjá bankanum," segir í áliti nefndarinnar og bent á að í stað þess að dregið væri úr þessari áhættu hafi þróunin verið gagnstæð. „Áhætta bankanna að þessu leyti jókst eftir að líða tók á lausafjárkreppuna."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira