Viðskipti innlent

Kröfuhafar eignast Landsbankann í Hollandi

Skilanefnd og slitastjórn gamla Landsbankans hafa samið um yfirtölu á útibúi gamla bankans í Amsterdam í Hollandi. Yfirtaka tekur gildi á morgun.

Eignir útibúsins í Amsterdam eru útlánasafn og innheimt reiðufé. Útlánasafnið, sem samanstendur fyrst og fremst af sjóðstreymislánum („Leverage finance") og reiðufé. Um síðustu áramót námu útlán bankans 95 milljörðum króna og var áætlað endurheimtuhlutfall 79 milljarðar króna, eða 83 prósent.

Þá átti bankinn 22 milljarða í reiðufé og heildareignir því um 101 milljarður króna, að því er hermir í tilkynningu.

Starfsemi útibúsins hefur verið flutt í minna og ódýrara húsnæði og

eru starfsmenn þrír.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×