Glitnir lánaði Baugi og FL Group 80 prósent af eiginfé 12. apríl 2010 12:12 Baugur og FL Group fengu 80 prósent af eiginfé bankans. Útlán Glitnis til Baugur Group og tengdra aðila, sér í lagi FL Group, voru veruleg. Raunar voru allir stóru bankarnir þrír sem og Straumur-Burðarás með veruleg útlán til þessa hóps. Það sem er mjög frábrugðið varðandi útlán Glitnis til hópsins er sú breyting sem varð á útlánafyrirgreiðslum Glitnis til Baugur Group og tengdra aðila eftir að stjórnarskipti urðu vorið 2007. Þau stjórnarskipti urðu eftir að aðilar tengdir Baugi og FL Group juku verulega við eignarhlut sinn í bankanum. Á seinni hluta árs 2007 og í byrjun árs 2008 tæplega tvöfölduðust útlán móðurfélags Glitnis til Baugs og þeirra félaga sem töldust Baugi tengd samkvæmt aðferðafræði rannsóknarnefndar Alþingis. Útlánin fóru úr því að vera um 900 milljónir evra vorið 2007 í tæpa 2 milljarða evra ári síðar. Nokkuð stór hluti þessarar útlánaaukningar var til Baugs sjálfs og FL Group, sem var stærsti hluthafi bankans, en hæst fóru útlán til hópsins yfir 80% af eiginfjárgrunni bankans. Svipað mynstur sést hjá fjárfestingarfélaginu Fons hf., en Fons átti í miklu samstarfi við Baug og FL Group og félögin áttu til að mynda sameiginleg fjárfestingarfélög. Mestur hluti útlánaaukningarinnar til Fons varð í ágúst 2007, eftir að verulega fór að þrengja að íslensku bönkunum og ekki síst Glitni. Rannsóknarnefndin telur því að Baugur, FL Group og Fons hafi fengið óeðlilega greiðan aðgang að lánsfé hjá Glitni banka hf. að því er virðist í krafti eignarhalds síns. Þá eru einnig sterkar vísbendingar um að Baugur og FL Group hafi reynt, í krafti eignar sinnar í bankanum, að hafa óeðlileg áhrif á stjórnendur hans. Rétt fyrir fall bankanna leitaðist Glitnir við að gæta hagsmuna sinna gagnvart Landic Property ehf., vegna þeirrar stöðu sem bankinn taldi félagið vera komið í. Jón Ásgeir Jóhannesson brást þá ókvæða við sem aðaleigandi Stoða, stærsta eiganda Glitnis og Landic Property samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Útlán Glitnis til Baugur Group og tengdra aðila, sér í lagi FL Group, voru veruleg. Raunar voru allir stóru bankarnir þrír sem og Straumur-Burðarás með veruleg útlán til þessa hóps. Það sem er mjög frábrugðið varðandi útlán Glitnis til hópsins er sú breyting sem varð á útlánafyrirgreiðslum Glitnis til Baugur Group og tengdra aðila eftir að stjórnarskipti urðu vorið 2007. Þau stjórnarskipti urðu eftir að aðilar tengdir Baugi og FL Group juku verulega við eignarhlut sinn í bankanum. Á seinni hluta árs 2007 og í byrjun árs 2008 tæplega tvöfölduðust útlán móðurfélags Glitnis til Baugs og þeirra félaga sem töldust Baugi tengd samkvæmt aðferðafræði rannsóknarnefndar Alþingis. Útlánin fóru úr því að vera um 900 milljónir evra vorið 2007 í tæpa 2 milljarða evra ári síðar. Nokkuð stór hluti þessarar útlánaaukningar var til Baugs sjálfs og FL Group, sem var stærsti hluthafi bankans, en hæst fóru útlán til hópsins yfir 80% af eiginfjárgrunni bankans. Svipað mynstur sést hjá fjárfestingarfélaginu Fons hf., en Fons átti í miklu samstarfi við Baug og FL Group og félögin áttu til að mynda sameiginleg fjárfestingarfélög. Mestur hluti útlánaaukningarinnar til Fons varð í ágúst 2007, eftir að verulega fór að þrengja að íslensku bönkunum og ekki síst Glitni. Rannsóknarnefndin telur því að Baugur, FL Group og Fons hafi fengið óeðlilega greiðan aðgang að lánsfé hjá Glitni banka hf. að því er virðist í krafti eignarhalds síns. Þá eru einnig sterkar vísbendingar um að Baugur og FL Group hafi reynt, í krafti eignar sinnar í bankanum, að hafa óeðlileg áhrif á stjórnendur hans. Rétt fyrir fall bankanna leitaðist Glitnir við að gæta hagsmuna sinna gagnvart Landic Property ehf., vegna þeirrar stöðu sem bankinn taldi félagið vera komið í. Jón Ásgeir Jóhannesson brást þá ókvæða við sem aðaleigandi Stoða, stærsta eiganda Glitnis og Landic Property samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira