Veðlán bankanna hjá ECB námu 770 milljörðum 12. apríl 2010 10:27 Veðlán jukust verulega hjá öllum þremur bönkunum eftir að lausafjárþurrðin ágerðist árið 2007. Haustið 2007 voru veðlán bankanna um tveir milljarðar evra, mestmegnis frá Seðlabanka Íslands. Við fall bankanna höfðu þau aukist í yfir níu milljarða evra og var þá tæplega helmingur þeirra frá Seðlabanka Evrópu (ECB) eða um 770 milljarðar kr.Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Alþingis. Þar segir að í stað fjármögnunar á skuldabréfamörkuðum til þriggja til fimm ára komu veðlán. Þau voru flest veitt til nokkurra vikna þótt einstaka lán væru til allt að sex mánaða.Fyrir bankana varð þessi aukna fjármögnun með skammtímaveðlánum til þess að magna verulega fjármögnunaráhættu þeirra. Líkt og innlán eru veðlán viðkvæm fyrir breytingum á markaðsaðstæðum.Sérstaklega á það við ef veðlánin stafa frá öðrum en seðlabönkum. Þeir sem veita veðlán geta t.a.m. hafnað endurnýjun eða framlengingu þeirra á gjalddaga eða ákveðið að auka frádrag.Þegar lausafjárþurrðin jókst á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum varð veruleg aukning í erlendum útlánum hjá stóru bönkunum þremur. Á seinni hluta ársins 2007 jukust útlán til erlendra aðila um 11,4 milljarða evra. Útlán móðurfélaga bankanna til erlendra aðila jukust þannig um rúmlega 120% á einungis sex mánuðum.Aukningin var það mikil að ætla má að margir af hinum nýju viðskiptavinum hafi leitað til íslensku bankanna eftir að aðrir bankar voru farnir að draga úr útlánum sínum og því hafi viðskiptavinirnir verið búnir að fá synjun á fyrirgreiðslu hjá öðrum.Auk lántöku á Íslandi höfðu stærstu íslensku fjárfestingarfélögin jafnframt verið í viðskiptum við erlenda banka og fengið lán frá þeim. Mörg þessara lána voru veitt gegn veði í innlendum hlutabréfum. Þegar leið á veturinn 2007-2008 lækkaði hlutabréfaverð. Þá versnaði tryggingastaða erlendra lána íslensku fjárfestingarfélaganna. Erlendir lánveitendur kölluðu eftir auknum tryggingum.Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn brugðust við með því að taka við fjármögnuninni þannig að greidd yrðu upp lán við erlendu bankana. Þannig lánuðu íslensku bankarnir mjög mikla fjármuni á sama tíma og verulegur lausafjárskortur hrjáði þá. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Veðlán jukust verulega hjá öllum þremur bönkunum eftir að lausafjárþurrðin ágerðist árið 2007. Haustið 2007 voru veðlán bankanna um tveir milljarðar evra, mestmegnis frá Seðlabanka Íslands. Við fall bankanna höfðu þau aukist í yfir níu milljarða evra og var þá tæplega helmingur þeirra frá Seðlabanka Evrópu (ECB) eða um 770 milljarðar kr.Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Alþingis. Þar segir að í stað fjármögnunar á skuldabréfamörkuðum til þriggja til fimm ára komu veðlán. Þau voru flest veitt til nokkurra vikna þótt einstaka lán væru til allt að sex mánaða.Fyrir bankana varð þessi aukna fjármögnun með skammtímaveðlánum til þess að magna verulega fjármögnunaráhættu þeirra. Líkt og innlán eru veðlán viðkvæm fyrir breytingum á markaðsaðstæðum.Sérstaklega á það við ef veðlánin stafa frá öðrum en seðlabönkum. Þeir sem veita veðlán geta t.a.m. hafnað endurnýjun eða framlengingu þeirra á gjalddaga eða ákveðið að auka frádrag.Þegar lausafjárþurrðin jókst á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum varð veruleg aukning í erlendum útlánum hjá stóru bönkunum þremur. Á seinni hluta ársins 2007 jukust útlán til erlendra aðila um 11,4 milljarða evra. Útlán móðurfélaga bankanna til erlendra aðila jukust þannig um rúmlega 120% á einungis sex mánuðum.Aukningin var það mikil að ætla má að margir af hinum nýju viðskiptavinum hafi leitað til íslensku bankanna eftir að aðrir bankar voru farnir að draga úr útlánum sínum og því hafi viðskiptavinirnir verið búnir að fá synjun á fyrirgreiðslu hjá öðrum.Auk lántöku á Íslandi höfðu stærstu íslensku fjárfestingarfélögin jafnframt verið í viðskiptum við erlenda banka og fengið lán frá þeim. Mörg þessara lána voru veitt gegn veði í innlendum hlutabréfum. Þegar leið á veturinn 2007-2008 lækkaði hlutabréfaverð. Þá versnaði tryggingastaða erlendra lána íslensku fjárfestingarfélaganna. Erlendir lánveitendur kölluðu eftir auknum tryggingum.Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn brugðust við með því að taka við fjármögnuninni þannig að greidd yrðu upp lán við erlendu bankana. Þannig lánuðu íslensku bankarnir mjög mikla fjármuni á sama tíma og verulegur lausafjárskortur hrjáði þá.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira