Viðskipti innlent

Fjárfesting í Baugi jókst eftir kaup félagsins í Glitni

Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs Group.
Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs Group.

Stjórnendur Sjóðs 9 hjá Glitni juku kaup í skuldabréfum Baugs eftir að félagið varð stór hluthafi í bankanum í apríl 2007. Sjóðurinn átti mest 13,5 milljarða króna í nóvember 2007 og nam 9,7 prósentum af heildareignum sjóðsins. Sjóður 1 hjá Glitni átti sömuleiðis 3,3 milljarða króna í bréfum félagsins.

Tekið er fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að Sjóður 1 hafi í apríl 2008 lánað Baugi einn milljarð króna til viðbótar.

Þegar gerir rannsóknarnefndin athugasemd við, ekki síst þar sem Baugur hafði stóð ekki við skil á greiðslu skuldar við Peningamarkaðssjóð Kaupþings í 9. mars 2008.

„Því má spyrja hversu vel Glitnir sjóðir hafi raunverulega kynnt sér lausafjárstöðu og greiðslugetu Baugs almennt," segir í skýrslunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×