Rannsóknarnefnd Alþingis dregur þá ályktun að með láni til Lárusar
Welding, sem veitt var til að fresta 300 milljóna króna eingreiðslu hans samkvæmt samningi, hafi stjórn bankans haft bein áhrif á uppgjör bankans á fyrsta ársfjórðungi 2008.
Í skýrslunni kemur fram að í uppgjörinu hafi verið gjaldaliði, sem var alls um 5,1 prósent af hagnaði bankans á fyrsta ársfjórðungi, frestað til eins árs, með tilheyrandi ofmati á hagnaði og þar með eigin fé.
Um var að ræða 550 milljóna króna gjöld og framtíðarskuldbindingar
sem félagið tók á sig með ráðningarsamningi við Lárus og fallið höfðu til í
rekstri þess, voru ekki tilkynnt í uppgjöri bankans, hvorki ársreikningi félagsins 2007 né í árshlutareikningi fyrsta ársfjórðungs 2008.