Innlent

Vel heppnuð aðgerð

Kristján Möller skoðaði aðstæður í gær. Mynd/ GVA.
Kristján Möller skoðaði aðstæður í gær. Mynd/ GVA.

„Þessi aðgerð, að rjúfa hringveginn til að bjarga Markarfljótsbrúnni, heppnaðist fullkomlega. Hér hefur verið unnið mikið og gott verk," sagði Kristján Möller samgönguráðherra þegar hann virti fyrir sér aðstæður á veginum við Markarfljótsbrúna um hádegisbil í gær.

„Það er magnað að sjá þetta - hversu hátt upp flóðið hefur náð," sagði ráðherrann, á meðan hann fylgdist með starfsmönnum Suðurverks ýta fyrstu stóru hlössunum af jarðvegi upp í gatið á veginum.

Með Kristjáni í för var Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Að hans sögn hleypur tjónið á svæðinu sem Vegagerðin ber kostnað af líklega á tugum milljóna - að stærstum hluta vegna rofsins á veginum.

Kristján segir það ódýra aðgerð, miðað við áhættuna af því að brúin yfir Markarfljót eyðilegðist. Slíkar skemmdir hefðu getað kostað upp undir milljarð, að hans sögn. - sh








Fleiri fréttir

Sjá meira


×