Umfjöllun: Valur stóðst áhlaup Akureyrar Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. apríl 2010 22:24 Baldvin Þorsteinsson átti góðan leik í kvöld. Hér er hann í fyrri leik liðanna. Fréttablaðið/Daníel Hátíðarhöldunum á Akureyri var slitið af Valsmönnum sem lögðu heimamenn 25-31 í skemmtilegum handboltaleik í Höllinni í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1 og þau mætast í úrslitaleik um sæti í úrslitum N-1 deildarinnar á mánudag. Mér var boðin gleðilega hátíð við komu í Höllina en umgjörðin í kringum leikinn var frábær. Akureyringar voru tæplega 1000 í Höllinni, mikil stemning löngu fyrir leik og svo allan leikinn. Það var skammarlegt að sjá hversu fáir mættu á fyrri leik liðanna í Vodafone-höllinni en eins og Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals sagði eftir leikinn í kvöld: „Þetta er handbolti." Og leikurinn var góður. Akureyringar komust í 2-0 og voru með blóð á tönnunum á heimavelli. Vörn þeirra var virkilega föst fyrir strax frá fyrstu sókn og þeim var strax hent útaf, eins og sjö sinnum í viðbót í leiknum. Leikurinn var mjög erfiður að dæma en Akureyringar voru vægast sagt ósáttir við dómgæsluna í leiknum. Valur barði frá sér og vaknaði eftir nokkrar mínútur, komst í 3-7. Valsvörnin var mjög öflug og Hlynur Morthens góður þar fyrir aftan. Hann varði alls 20 skot í leiknum. Staðan var 9-11 þegar Akureyri fékk hraðaupphlaup en í því miðju stal Baldvin Þorsteinsson boltanum glæsilega og skoraði fyrir Val. Þetta var lykilatriði rétt fyrir hálfleikinn en í honum var staðan 9-13 fyrir gestina. Valsmenn bættu í í upphafi seinni hálfleiks. Þeir komust í 13-19 áður en áhlaup Akureyringa hófst. Það endaði með því að staðan var orðin 17-19 þegar þrettán mínútur voru búnar af hálfleiknum. Þá vöknuðu Valsmenn aftur, komust í 17-22 og kláruðu leikinn. Eftir það var þetta aldrei spurning og sigur Vals öruggur. Lokatölur 25-31. Akureyringar spiluðu fína vörn og sókn þeirra var ágæt. Þá vantaði að fá nokkrar markvörslur til að fá hraðaupphlaupin sín í gang, markmenn liðsins vörðu þó samtals 15 skot. Óstöðugleiki liðsins sýndi sig og lítið kom frá Jónatan Magnússyni og Árna Þór Sigtryggssyni. Valsmenn mega vel við una. Akureyringar þeirra Baldvin og Arnór Þór Gunnarsson léku vel og vörn þeirra var lengst af fín. Þá spilaði Hlynur vel eins og áður sagði. Það eru skiptar skoðanir sem eðlilegt er eftir svona baráttuleik. Dómarar leiksins, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson voru ekki í öfundsverðu hlutverki. Þeir gerðu hvað þeir gátu til að halda spennustiginu niðri en dómdu nokkrum sinnum furðulega. Akureyringum fannst mikið á þá halla og þeir kvörtuðu mikið yfir leikaraskap Valsmanna. Þrátt fyrir að dómararnir hafi ekki átt sinn besta dag verður ekki litið framhjá því að Valsmenn voru einfaldlega betri aðilinn í leiknum og áttu sigurinn skilinn.Akureyri - Valur 25-31 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 8/4 (10/5), Heimir Þór Árnason 7/1 (10), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (6), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (2), Jónatan Þór Magnússon 1 (5), Árni Sigtryggsson 0 (5),Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (23) 35%, Hafþór Einarsson 6 (22) 27%.Hraðaupphlaup: 9 (Heimir 4, Oddur 3, Hörður, Hreinn)Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Heimir 2, Jónatan)Utan vallar: 16 mín.Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 9/4 (12), Fannar Þór Friðgeirsson 9/1 (15), Sigurður Eggertsson 5 (12), Baldvin Þorsteinsson 4 (8), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4).Varin skot: Hlynur Morthens 20 (43) 47%, Ingvar Guðmundsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 8 (Baldvin 3, Arnór 2, Jón, Ingvar, Fannar.) Fiskuð víti: 5 (Sigfús Páll 2, Sigurður, Arnór, Fannar)Utan vallar: 12 mín. Olís-deild karla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Sjá meira
Hátíðarhöldunum á Akureyri var slitið af Valsmönnum sem lögðu heimamenn 25-31 í skemmtilegum handboltaleik í Höllinni í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1 og þau mætast í úrslitaleik um sæti í úrslitum N-1 deildarinnar á mánudag. Mér var boðin gleðilega hátíð við komu í Höllina en umgjörðin í kringum leikinn var frábær. Akureyringar voru tæplega 1000 í Höllinni, mikil stemning löngu fyrir leik og svo allan leikinn. Það var skammarlegt að sjá hversu fáir mættu á fyrri leik liðanna í Vodafone-höllinni en eins og Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals sagði eftir leikinn í kvöld: „Þetta er handbolti." Og leikurinn var góður. Akureyringar komust í 2-0 og voru með blóð á tönnunum á heimavelli. Vörn þeirra var virkilega föst fyrir strax frá fyrstu sókn og þeim var strax hent útaf, eins og sjö sinnum í viðbót í leiknum. Leikurinn var mjög erfiður að dæma en Akureyringar voru vægast sagt ósáttir við dómgæsluna í leiknum. Valur barði frá sér og vaknaði eftir nokkrar mínútur, komst í 3-7. Valsvörnin var mjög öflug og Hlynur Morthens góður þar fyrir aftan. Hann varði alls 20 skot í leiknum. Staðan var 9-11 þegar Akureyri fékk hraðaupphlaup en í því miðju stal Baldvin Þorsteinsson boltanum glæsilega og skoraði fyrir Val. Þetta var lykilatriði rétt fyrir hálfleikinn en í honum var staðan 9-13 fyrir gestina. Valsmenn bættu í í upphafi seinni hálfleiks. Þeir komust í 13-19 áður en áhlaup Akureyringa hófst. Það endaði með því að staðan var orðin 17-19 þegar þrettán mínútur voru búnar af hálfleiknum. Þá vöknuðu Valsmenn aftur, komust í 17-22 og kláruðu leikinn. Eftir það var þetta aldrei spurning og sigur Vals öruggur. Lokatölur 25-31. Akureyringar spiluðu fína vörn og sókn þeirra var ágæt. Þá vantaði að fá nokkrar markvörslur til að fá hraðaupphlaupin sín í gang, markmenn liðsins vörðu þó samtals 15 skot. Óstöðugleiki liðsins sýndi sig og lítið kom frá Jónatan Magnússyni og Árna Þór Sigtryggssyni. Valsmenn mega vel við una. Akureyringar þeirra Baldvin og Arnór Þór Gunnarsson léku vel og vörn þeirra var lengst af fín. Þá spilaði Hlynur vel eins og áður sagði. Það eru skiptar skoðanir sem eðlilegt er eftir svona baráttuleik. Dómarar leiksins, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson voru ekki í öfundsverðu hlutverki. Þeir gerðu hvað þeir gátu til að halda spennustiginu niðri en dómdu nokkrum sinnum furðulega. Akureyringum fannst mikið á þá halla og þeir kvörtuðu mikið yfir leikaraskap Valsmanna. Þrátt fyrir að dómararnir hafi ekki átt sinn besta dag verður ekki litið framhjá því að Valsmenn voru einfaldlega betri aðilinn í leiknum og áttu sigurinn skilinn.Akureyri - Valur 25-31 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 8/4 (10/5), Heimir Þór Árnason 7/1 (10), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (6), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (2), Jónatan Þór Magnússon 1 (5), Árni Sigtryggsson 0 (5),Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (23) 35%, Hafþór Einarsson 6 (22) 27%.Hraðaupphlaup: 9 (Heimir 4, Oddur 3, Hörður, Hreinn)Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Heimir 2, Jónatan)Utan vallar: 16 mín.Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 9/4 (12), Fannar Þór Friðgeirsson 9/1 (15), Sigurður Eggertsson 5 (12), Baldvin Þorsteinsson 4 (8), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4).Varin skot: Hlynur Morthens 20 (43) 47%, Ingvar Guðmundsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 8 (Baldvin 3, Arnór 2, Jón, Ingvar, Fannar.) Fiskuð víti: 5 (Sigfús Páll 2, Sigurður, Arnór, Fannar)Utan vallar: 12 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Sjá meira