Akranes braut lög með samningi við son forseta bæjarstjórnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. maí 2010 12:00 Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar. Akraneskaupstaður braut lög þegar bærinn bauð ekki út kaup á tölvuþjónustu og samdi við fyrirtæki sem er stýrt af syni Gunnars. Akraneskaupstaður braut gegn íslenskum lögum og EES-reglum þegar bærinn bauð ekki út kaup á tölvuþjónustu og samdi við fyrirtækið Securstore sem stýrt er af syni forseta bæjarstjórnar. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála. Akraneskaupstaður ákvað á síðasta ári að framlengja samning við tölvupþjónustuna SecurStore um kaup á þjónustu fyrir sveitarfélagið til átján mánaða. Um er að ræða ráðgjöf og hýsingu, afritun og rekstur á internetgátt og hugbúnaði og fleira. Mál þetta olli nokkru fjaðrafoki þar sem Securstore er stýrt af og er að hluta í eigu Arnars Gunnarssonar, en hann er sonur Gunnar Sigurðssonar, forseta bæjarstjórnar Akraness. Meðal annarra hluthafa er Sjávarsýn ehf., félag Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Fyrirtækið Omnis, samkeppnisaðili SecurStore, kærði þessa ákvörðun bæjarstjórnar Akraness til kærunefndar útboðsmála. Akranes veitti misvísandi upplýsingar um fjárhæðir þær sem greiddar voru fyrir þjónustu Securstore og telur Omnis að þær geti numið allt að 45 milljónum króna vegna síðastliðinna þriggja ára. Því er hins vegar slegið föstu í úrskurði nefndarinnar að greiddar hafi verið 25 milljónir króna á árinu 2008 en bærinn telur að hluti greiðslnanna sé vegna verkefna sem ekki var skylt að bjóða út. Í niðurstöðu kærunefndarinnar segir að bæjarstjórn Akraness hafi ekki farið að lögum um opinber innkaup og EES-reglum þegar samið var við Securstore án útboðs. Samkvæmt lögum um opinber innkaup er hins vegar ekki hægt að fella samning úr gildi, eftir bindandi samningur er kominn á skilningi laganna, þótt gerð hans hafi verið ólögmæt. Kærunefnd getur því ekki úrskurðað samninginn við Securstore ólögmætan og fellt hann úr gildi þrátt fyrir að ólöglega hafi verið staðið að gerð hans. Halldór Jónsson, fjármálastjóri Omnnis, sem kvartaði til kærunefndar útboðsmála vegna málsins, segir að sér finnist dapurlegt að sæta því að ólöglega hafi verið staðið að gerð samningsins en engin úrræði séu til staðar. Því sé þetta fyrst og fremst spurning um siðferði sveitarstjórnarmanna á Akranesi í framhaldinu, hvort þeir vilji halda áfram að efna þennan ólöglega samning. Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Akraneskaupstaður braut gegn íslenskum lögum og EES-reglum þegar bærinn bauð ekki út kaup á tölvuþjónustu og samdi við fyrirtækið Securstore sem stýrt er af syni forseta bæjarstjórnar. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála. Akraneskaupstaður ákvað á síðasta ári að framlengja samning við tölvupþjónustuna SecurStore um kaup á þjónustu fyrir sveitarfélagið til átján mánaða. Um er að ræða ráðgjöf og hýsingu, afritun og rekstur á internetgátt og hugbúnaði og fleira. Mál þetta olli nokkru fjaðrafoki þar sem Securstore er stýrt af og er að hluta í eigu Arnars Gunnarssonar, en hann er sonur Gunnar Sigurðssonar, forseta bæjarstjórnar Akraness. Meðal annarra hluthafa er Sjávarsýn ehf., félag Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Fyrirtækið Omnis, samkeppnisaðili SecurStore, kærði þessa ákvörðun bæjarstjórnar Akraness til kærunefndar útboðsmála. Akranes veitti misvísandi upplýsingar um fjárhæðir þær sem greiddar voru fyrir þjónustu Securstore og telur Omnis að þær geti numið allt að 45 milljónum króna vegna síðastliðinna þriggja ára. Því er hins vegar slegið föstu í úrskurði nefndarinnar að greiddar hafi verið 25 milljónir króna á árinu 2008 en bærinn telur að hluti greiðslnanna sé vegna verkefna sem ekki var skylt að bjóða út. Í niðurstöðu kærunefndarinnar segir að bæjarstjórn Akraness hafi ekki farið að lögum um opinber innkaup og EES-reglum þegar samið var við Securstore án útboðs. Samkvæmt lögum um opinber innkaup er hins vegar ekki hægt að fella samning úr gildi, eftir bindandi samningur er kominn á skilningi laganna, þótt gerð hans hafi verið ólögmæt. Kærunefnd getur því ekki úrskurðað samninginn við Securstore ólögmætan og fellt hann úr gildi þrátt fyrir að ólöglega hafi verið staðið að gerð hans. Halldór Jónsson, fjármálastjóri Omnnis, sem kvartaði til kærunefndar útboðsmála vegna málsins, segir að sér finnist dapurlegt að sæta því að ólöglega hafi verið staðið að gerð samningsins en engin úrræði séu til staðar. Því sé þetta fyrst og fremst spurning um siðferði sveitarstjórnarmanna á Akranesi í framhaldinu, hvort þeir vilji halda áfram að efna þennan ólöglega samning.
Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira