Fótbolti

Þjálfari Suður-Afríku: Hefðum auðveldlega getað unnið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Dansandi gleði heimamanna.
Dansandi gleði heimamanna. AFP
Heimamenn í Suður-Afríku eru fullir sjálfstrausts eftir 1-1 jafnteflið gegn Mexíkó í dag. Þjálfari liðsins, Carlos Alberto Parreira, segir að það geti vel komist áfram í 16-liða úrslitin.

"Við hefðum auðveldlega getað unnið leikinn," sagði Parreira en Mexíkó, sem var reyndar betri aðilinn á löngum köflum, jafnaði ellefu mínútum fyrir leikslok.

"Við erum enn með í keppninni, riðillinn er mjög erfiður. Það er alltaf mikil pressa í opnunarleiknum og það var ekkert öðruvísi í dag. Flestir okkar leikmanna spila heima fyrir og eru ekki vanir þessu umhverfi. Það tók tíma að aðlagast en eftir fimmtán mínútur byrjuðum við að spila okkar leik," sagði þjálfarinn.

Tengdar fréttir

Jafntefli í fyrsta leik HM

Heimamenn í Suður-Afríku gerðu 1-1 jafntefli við Mexíkó í opnunarleik HM en leiknum var að ljúka. Heimaþjóðir hafa því enn aldrei tapað fyrsta leik sínum á HM.

Sjáðu öll mörkin úr HM á Vísi

Vísir býður lesendum sínum upp á þá þjónustu að sjá öll mörkin og tilþrifin frá Heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku á einum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×