Fótbolti

Vonbrigði Frakka - Markalaust gegn Úrugvæ

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Jeremy Toulalan í leiknum í kvöld.
Jeremy Toulalan í leiknum í kvöld. AFP
Franska landsliðið var mikið með boltann gegn Úrugvæ en skorti einfaldlega þor til að sækja til sigurs allan leikinn. Markalaust jafntefli niðurstaðan í leik liðanna í kvöld.

Frakkar fengu nokkur hálffæri en voru í raun aldrei mjög nálægt því að skora. Skot þeirra voru ónákvæm og þétt vörn Úrugvæ var mjög sterk.

Úrugvæ sótti ekki mikið, Diego Forlan fékk tvö fín færi í sitt hvorum hálfleiknum. Fyrst varði Hugo Llores vel frá honum en hann skaut rétt framhjá í þeim síðari.

Nicolas Lodeiro fékk rautt spjald eftir tvö gul spjöld á þeim tuttugu mínútum sem hann spilaði.

Í uppbótartíma fengu Frakkar aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og hana tók Thierry Henry, sem hafði komið inn á sem varamaður. Skot hans var beint í vegginn og var saga leiksins fyrir Frakka.

Niðurstaðan markalaust jafntefli þar sem bæði lið, þó sérstaklega Frakkar, hefðu getað sýnt mun betri tilþrif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×