Fótbolti

Ballack segir Gerrard og Lampard að minnka egóið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Hvernig ná þeir saman á morgun? Vel, ef þeir minnka sjálfsálitið segir Michael Ballack.
Hvernig ná þeir saman á morgun? Vel, ef þeir minnka sjálfsálitið segir Michael Ballack. AFP
Þjóðverjinn Michael Ballack gagnrýnir Steven Gerrard og Frank Lampard harðlega, fyrir egóisma og telur þá vera með of mikið sjálfsálit.

Ballack er meiddur og verður ekki með á HM og segir að tvíeykið þurfi að gleyma "ég ég ég," viðhorfinu sem hann telur þá hafa tileinkað sér.

"Gerrard og Lampard ættu að vera nógu klárir til að láta þetta ganga upp. Þeir hafa átt í vandræðum með að spila saman áður en þeir þurfa að minnka sjálfsálit sín og spila fyrir liðið," sagði Ballack í grein sinni í The Times.

"Þeir geta ekki bara spilað eins og þeir hafa verið að gera fyrir félagslið sín þar sem báðir vilja fara framarlega á völlinn og reyna að skora. Ef þú ert í góðu liði ertu umkringdur góðum leikmönnum."

"Þú getur ekki bara hugsað "ég ég ég" á öllum stundum. Þú verður að færa fórnir. Það væri synd ef þeir ná því ekki, ég væri alveg til í að hafa annan þeirra í þýska liðinu, ef ekki báða," sagði Ballack.

Gerrard og Lampard hafa oft verið gagnrýndir fyrir spilamennsku sína þegar þeir eru saman á miðjunni hjá enska landsliðinu. Hugsanlega spila þeir saman þar á móti Bandaríkjunum á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×