Fótbolti

Nígeríumenn ekki með neitt plan gegn Messi

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Messi fær nudd frá fyrirliðanum Javier Mascherano.
Messi fær nudd frá fyrirliðanum Javier Mascherano. AFP
Nígeríumenn eru ekki með nein sérstök plön til að stoppa Lionel Messi. Argentína og Nígería mætast á HM á morgun.

Mikil pressa er á Messi að sýna að hann sé í raun einn besti leikmaður sögunnar. Til þess þarf hann að ná langt á HM, helst alla leið.

"Við erum að spila við Argentínu, ekki við Messi," sagði Lars Lagerback, hinn sænski þjálfari Nígeríu.

"Það verður enginn sérstakur maður til að dekka hann. Þeir eru með fullt af góðum einstaklingum. Fyrir mér er knattspyrna blanda af einstaklingshæfileikum og hæfileikinn til að spila sem lið," sagði Lagerback.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×