Innlent

Kalt og bjart á áramótunum

Kalt verður í veðri um áramótin og því er mikilvægt að fólk  klæði sig vel. Fréttablaðið/Anton
Kalt verður í veðri um áramótin og því er mikilvægt að fólk klæði sig vel. Fréttablaðið/Anton
Hitastig verður undir frostmarki um allt land þegar nýja árið gengur í garð á áramótunum. Veður verður þó víðast hvar bjart þannig að flugeldar ættu að sjást vel.

„Það kólnar svolítið á gamlárs­dag þegar snýst í norðanátt. Á móti kemur að það birtir til hér syðra en kann að snjóa aðeins fyrir norðan,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veður­stofunni. Hann segir að kalt verði í lofti, frost þegar líða fari á kvöldið en snjór á jörðu verði lítill. - mþl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×