Innlent

Vonast eftir sátt um færslu Markarfljóts

Mynd/Rósa

Siglingastofnun mun endurhanna flóðvarnagarð við Markarfljót í samræmi við óskir landeigenda, og vonast sveitarstjóri Rangárþings eystra til að með breytingunni náist sátt um hvernig staðið verður að færslu fljótsins.

Fundur vegna fyrirhugaðrar færslu Markarfljóts var haldinn í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum í gær en þar hittust meðal annarra fulltrúar landeigenda og Siglingastofnunar, en hún hefur lagt til að ósar fljótsins verði með flóðvarnagarði færðir tvo kílómetra til austurs til að draga úr sandburði inn í Landeyjahöfn.

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem boðaði til fundarins, segir að niðurstaðan hafi orðið sú að Siglingastofnun muni endurhanna garðinn til samræmis við óskir bænda, og breyta bæði legu hans og stærð. Kveðst Ísólfur Gylfi vonast til að með þessari breytingu náist sátt um hvernig staðið verður að færslu Markarfljóts. Þá telur sveitarstjórinn það skýrast síðar í þessari viku hvert verði framhald málsins og en meðal þeirra spurninga sem svara þarf er hvort færsla fljótsins þurfi að fara í skipulagsferli og umhverfismat.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×