Erlent

Putin á 320 kílómetra hraða

Óli Tynes skrifar
Vladimir Putin forsætisráðherra Rússlands gerir ýmislegt sér til gamans. Nýjasta uppátæki hans var að keyra Formúlu 1 kappakstursbíl í Sankti Pétursborg. Í síðasta mánuði undirritaði Putin samning við Bernie Ecclestone um að færa Formúlu 1 til Rússlands árið 2014 og aksturinn var í tengslum við það. Forsætisráðherrann stóð sig bara nokkuð vel. Hann náði mest 240 kílómetra hraða og tókst að ná stjórn á bílnum aftur þegar hann virtist vera að missa hann útaf.

Putin er annt um karlmennskuímynd sína. Hann hefur verið myndaður þar sem hann flaug orrustuþotu yfir Tsjetsníu árið 2000. Hann hefur verið myndaður þar sem hann skellti andstæðingum í Júdó, reið ber að ofan í fjöllunum, synti í ám í Síberíu, merkti hvali með lásboga, kafaði niður á botn Svartahafs í dvergkafbáti, svæfði tígrísdýr með deyfipílu og flaug slökkviflugvél yfir skógareldana utan við Moskvu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×